27.08.2020 14:30

6. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 27. ágúst 2020 kl. 14:30

Viðstaddir: Þórdís Elín Kristinsdóttir, formaður, Díana Hilmarsdóttir og Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, fulltrúi Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Margrét Blöndal, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður stuðningsþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir, ritari.

1. Samþykkt fyrir öldungaráð Reykjanesbæjar (2020021206)

Þórdís Elín Kristinsdóttir, formaður, kynnti drög að samþykkt fyrir öldungaráð Reykjanesbæjar. Drögin verða send til bæjarlögmanns til yfirferðar með framkomnum athugasemdum og lögð fram til samþykktar í öldungaráði að því loknu.

2. Þjónusta við eldri borgara á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (2020080113)

Margrét Blöndal, deildarstjóri heimahjúkrunar og fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í öldungaráði, kynnti þjónustu við eldri borgara á stofnuninni.

Öldungaráð þakkar fyrir góða kynningu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.