8. fundur

25.02.2021 14:30

8. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 25. febrúar 2021 kl. 14:30

Viðstaddir: Þórdís Elín Kristinsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir og Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Eyjólfur Eysteinsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir fulltrúar Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Menningarstefna Reykjanesbæjar – drög til umsagnar (2019051729)

Drög að menningarstefnu Reykjanesbæjar 2020-2025 lögð fram. Menningar- og atvinnuráð óskar eftir umsögn um stefnuna.

Öldungaráð Reykjanesbæjar lýsir ánægju með menningarstefnuna en vekur athygli á að gæta þarf að góðu aðgengi að menningarhúsum og viðburðum.

2. Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2020021391)

Drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Framtíðarnefnd og umhverfis- og skipulagsráð óska eftir umsögn um stefnuna.

Öldungaráð Reykjanesbæjar fagnar umhverfis- og loftslagsstefnunni. Öldungaráð telur mikilvægt að við vinnslu aðgerðaáætlana verði hugað að leiðum til að auðvelda eldri borgurum flokkun og losun sorps.

Fulltrúar Reykjanesbæjar í öldungaráði velta því fyrir sér hvað felst í lið 5 í stefnuáherslum í kaflanum Loftslagsvá – aðlögun og telur að það þurfi að nánari skýringa við.

3. Þjónustu- og gæðastefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2021020193)

Drög að þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Bæjarráð óskar eftir umsögn um stefnuna.

Öldungaráð Reykjanesbæjar þakkar fyrir vel unna stefnu og telur jákvætt að lögð sé áhersla á jafnt aðgengi allra að þjónustu sveitarfélagsins. Leggja þarf áherslu á að upplýsingagjöf nái til sem flestra. Ráðið vekur athygli á námskeiðum í tæknilæsi sem haldin eru nú í febrúar og mars fyrir eldri borgara í þjónustumiðstöðinni að Nesvöllum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:10.