9. fundur

06.05.2021 14:30

9. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 6. maí 2021 kl. 14:30

Viðstaddir: Þórdís Elín Kristinsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir og Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Eyjólfur Eysteinsson fulltrúi Félags eldri borgara á Suðurnesjum og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Gjaldskrá heimaþjónustu (2020110443)

Öldungaráð Reykjanesbæjar telur æskilegt að ráðið fái tækifæri til að fjalla um gjaldskrá fyrir heimaþjónustu og aðra þjónustu fyrir aldraða áður en hún er lögð fram og samþykkt í bæjarstjórn.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða gjaldskrár sveitarfélagsins á vef Reykjanesbæjar

2. Styrkur vegna félagsstarfs fullorðinna (2021010237)

Reykjanesbær sendi inn umsókn um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021. Sótt var um framlag til að geta boðið upp á námskeið, ferðir og viðburði. Fram kom í bréfi félags- og barnamálaráðherra dags. 15. mars sl. að við útdeilingu fjármagns er horft til fjölda íbúa 67 ára og eldri og er framlagið 1.700 kr. á íbúa í þeim hópi. Miðað er við upplýsingar um íbúafjölda frá Hagstofu Íslands 1. janúar 2021.

Umsóknin hefur verið samþykkt og mun fjárhæðin berast á næstu dögum.

Ræddar voru hugmyndir um hvernig nýta megi styrkinn.

Öldungaráð fagnar því að beiðni um styrk hafi verið samþykkt. Í ljósi heimsfaraldursins er sérstaklega mikilvægt að styðja við andlega og líkamlega heilsu eldri borgara.

3. Heilsuvernd aldraðra (2021050023)

Málinu er frestað.

Fylgigögn:

Heilsuvernd eldra fólks - bæklingur

4. Fjölþætt heilsuefling 65+ 2021 - kynningarfundur (2021050024)

Nýr hópur fer af stað í fjölþættri heilsueflingu 65+ á árinu og er fyrirhugað að halda kynningarfund í maí en hann verður auglýstur á næstunni.

Öldungaráð Reykjanesbæjar fagnar því að haldið verði áfram með fjölþætta heilsueflingu 65+. Verkefnið hefur fengið mjög góðar undirtektir hjá eldri borgurum og samræmist lýðheilsustefnu sveitarfélagsins. Ráðið áformar að senda erindi til velferðarráðs og óska eftir frekari upplýsingum um verkefnið og kostnað fyrir þátttakendur og kanna möguleika á styrkjum eða hvatagreiðslum fyrir eldri borgara.

5. Leiðbeiningar um öldungaráð (2021050025)

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga er að finna upplýsingar varðandi skipun og hlutverk öldungaráða sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða upplýsingar um öldungaráð á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga

6. Umsókn um starfsleyfi vegna félagsþjónustu - beiðni um umsögn (2021050060)

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) óskar eftir umsögn notendaráðs vegna umsóknar Ræstitækni ehf. um starfsleyfi til þess að reka stuðnings- og stoðþjónustu í Reykjanesbæ skv. 10 gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu nr. 1320/2020.

Öldungaráð Reykjanesbæjar sér ekkert því til fyrirstöðu að gefið verði út starfsleyfi fyrir Ræstitækni ehf. til þess að reka stuðnings- og stoðþjónustu í Reykjanesbæ.

7. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15.