183. fundur

20.04.2016 10:36

183. fundur í Stjórn Reykjaneshafnar var haldinn þriðjudaginn 19. apríl 2016, kl. 20:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar
Lögð var fram eftirfarandi tillaga og hún samþykkt:

Á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar fyrr í dag, hinn 19. apríl 2016, var samþykkt að fresta afgreiðslu tillögu bæjarstjórnar um tilkynningu til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til næsta bæjarstjórnarfundar sem verður haldinn 3. maí nk. Þangað til verður látið reyna til þrautar hvort grundvöllur sé fyrir samkomulagi við kröfuhafa Reykjaneshafnar sem höfðu synjað að ganga til samninga um fjárhagslega endurskipulagningu Reykjanesbæjar og stofnana hans. Reykjaneshöfn er ein af stofnunum Reykjanesbæjar og þar með aðili að þeim viðræðum. Þann 15. apríl sl. rann út kyrrstöðutímabil sem Reykjaneshöfn hafði á greiðslu skuldbindinga sinna gagnvart kröfuhöfum hafnarinnar. Með hliðsjón af ofangreindu mun Reykjaneshöfn nú óska eftir greiðslufresti og kyrrstöðutímabili frá kröfuhöfum hafnarinnar til og með 3. maí nk.

2. Önnur mál.


Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. maí 2016.