187. fundur

27.05.2016 11:24

187. fundur í Stjórn Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 26. maí 2016 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar.
Hafnarstjóri fór yfir hvernig staða mála væri gagnvart kröfuhöfum hafnarinnar.

2. Iðnaðarsvæðið í Helguvík – lóðir til úthlutunar.
Lagt er til að eftirtaldar lóðir verði auglýstar inn á kortavef Reykjanesbæjar lausar til úthlutunar á iðnaðarsvæðinu í Helguvík:
• Berghólabraut 2 og 4.
• Fuglavík 1, 2, 14, 16, 20, 35, 37, 39, 41, 43, 45 og 49.
• Hólmbergsbraut 7 og 9.
• Hvalvík 6 og 14.
• Selvík 9, 11, 13, 15 og 23.
Samþykkt samhljóða.

3. Iðnaðarsvæðið í Helguvík - lóðarumsóknir.
Lögð fram lóðarumsóknir Bílaleigu Kynnisferða ehf. um lóðina Fuglavík nr. 43. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrir sitt leiti viðkomandi lóðaúthlutun og vísar umsókninni til endanlegrar afgreiðslu hjá Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar í samræmi við samþykktar verklagsreglur Reykjaneshafnar.
Lögð fram lóðarumsóknir Bílaleigu Kynnisferða ehf. um lóðina Fuglavík nr. 45. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrir sitt leiti viðkomandi lóðaúthlutun og vísar umsókninni til endanlegrar afgreiðslu hjá Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar í samræmi við samþykktar verklagsreglur Reykjaneshafnar.

4. Hafnarsamband Íslands, fundagerðir nr. 384 og 385.
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 384 og nr. 385.

5. Hafnarsambandsþing 2016.
Lagt fram boð á Hafnarsambandsþing 2016 sem verður haldið á Ísafirði dagana 13. og 14. október n.k.

6. Skýrsla um stöðu á vinnumarkaði í apríl 2015.
Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í apríl 2016. Einnig var lagt fram yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ frá árinu 2001 til 2016, viðmiðunarmánuðir apríl, og yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ s.l. ár eftir kyni, aldursbili, menntun, ríkisfangi, starfsgreinum og atvinnugreinum. Í Reykjanesbæ voru 224 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í apríl. Það fækkaði um 161 einstaklinga á atvinnuleysisskrá frá sama mánuði 2015. Heildarfjöldi skráðra atvinnulausra á Suðurnesjum öllum var 302 í apríl.

7. Upplýsingargjöf hafnarstjóra.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar rekstur hafnarinnar.


8. Önnur mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. júní 2016.