189. fundur

07.07.2016 00:00

189. fundur í Stjórn Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 7. júlí 2016 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M. Guðbjartsson aðalmaður, Guðný María Jóhannsdóttir varamaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir hvernig staða mála væri gagnvart kröfuhöfum hafnarinnar. Hann upplýsti að þar sem framþróun er í viðræðunum samþykkti bæjarráð Reykjanesbæjar á fundi sínum fyrr í dag að óska eftir því við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að útgefin frestur hennar til viðræðnanna, sem er 10. júlí n.k., verði framlengdur.
Í ágúst n.k. er greiðsla á afborgunum lána frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. (LSS) að upphæð 20 milljónir króna. Með hliðsjón af samningi um kyrrstöðu gagnvart öðrum kröfuhöfum hafnarinnar er lagt til að óskað verði eftir endurfjármögnun hjá LSS á viðkomandi upphæð. Samþykkt að fela hafnarstjóra að vinna í málinu.

2. Lóðir Reykjaneshafnar. (2016070104)
a. Fuglavík 43.
Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti á 187. fundi sínum þann 26.05.16 að úthluta lóðinni Fuglavík 43 til Bílaleiga Kynnisferða ehf. Fyrir fundinum liggur tölvupóstur dags. 01.06.16 þar sem Bílaleiga Kynnisferða ehf. óskar eftir að draga umsókn sína til baka. Samþykkt að falla frá úthlutun lóðarinnar.
b. Fuglavík 45.
Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti á 187. fundi sínum þann 26.05.16 að úthluta lóðinni Fuglavík 45 til Bílaleiga Kynnisferða ehf. Fyrir fundinum liggur tölvupóstur dags. 01.06.16 þar sem Bílaleiga Kynnisferða ehf. óskar eftir að draga umsókn sína til baka. Samþykkt að falla frá úthlutun lóðarinnar.
c. Bakkastígur 22.
Bréf frá HS Veitum hf. um endurnýjun lóðarleigusamnings um lóðina Bakkastíg 22 þar sem fyrri lóðarleigusamningur er útrunnin. Óskað er eftir að nýr lóðarleigusamningur sé til 50 ára eins og fyrri samningur. Samþykkt samhljóða.
d. Brekkustígur 26-30.
Bréf frá HS Veitum hf. um endurnýjun lóðarleigusamnings um lóðina Brekkustíg 26-30 þar sem fyrri lóðarleigusamningur er útrunnin. Óskað er eftir að nýr lóðarleigusamningur sé til 50 ára eins og fyrri samningur. Samþykkt samhljóða.
e. Brekkustígur 32-36.
Bréf frá HS Veitum hf. um endurnýjun lóðarleigusamnings um lóðina Brekkustíg 32-36 þar sem fyrri lóðarleigusamningur er útrunnin. Óskað er eftir að nýr lóðarleigusamningur sé til 50 ára eins og fyrri samningur. Samþykkt samhljóða.

3. Samráðshópur Sóknaráætlunar Suðurnesja. (201500416)
Sóknaráætlun Suðurnesja 2015-2019 ásamt fundarboði vegna fundar Samráðshóps um Sóknaráætlun Suðurnesja frá 8. júní s.l. lögð fram.

4. Bréf Nasdaq Iceland hf. dags. 21.06.2016. (2016070122)
Bréf Nasdaq Iceland hf. dags. 21.06.16 ásamt svarbréfi hafnarstjóra dags. 28.06.16 lögð fram.

5. Skýrsla um stöðu á vinnumarkaði í maí. (2016010707)
Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í maí 2016. Einnig var lagt fram yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ frá árinu 2001 til 2016, viðmiðunarmánuðir maí, og yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ s.l. ár eftir kyni, aldursbili, menntun, ríkisfangi, starfsgreinum og atvinnugreinum. Í Reykjanesbæ voru 192 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í maí. Það fækkaði um 102 einstaklinga á atvinnuleysisskrá frá sama mánuði 2015. Heildarfjöldi skráðra atvinnulausra á Suðurnesjum öllum var 266 í maí.

6. Umhverfisstofnun - uppbygging mengunarvarnabúnaðar í höfnum. (2016070060)
Fundargerð frá fundi Umhverfisstofnunar með hafnaryfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðvesturlandi frá 25.04.16 lögð fram.

7. Bréf Útvarar ehf. ódagsett.
Bréf Útvara ehf., ódagsett, þar sem óskað er eftir leyfi til þess að setja niður 10-25m2 húsnæðisaðstöðu á tilgreindum stað á hafnarsvæðinu í Gróf til þjónustu fyrir ferðamenn. Samþykkt að veita tímabundið leyfi til 30. september n.k. gegn því að Umhverfissviðs Reykjanesbæjar samþykki stöðuleyfi viðkomandi húsnæðisaðstöðu.

8. Bréf Fiskistofu, dags. 30.06.2016. (2016010705)
Bréf Fiskistofu dags. 30.06.16 um endurnýjun endurvigtunarleyfis fyrir Royal Iceland hf. lagt fram.

9. Gjaldskrá Reykjaneshafnar. (2015110362)
Eftirfarandi tillögur eru lagðar fram til breytingar á gjaldskrá Reykjaneshafnar:
• 7. grein. Breyting verður á lið d) sem er : „Úrgangur sem fluttur er til eyðingar“. Eftir breytingu verður liður d) eftirfarandi: „Úrgangur frá skipum sem fluttur er til eyðingar“. Samþykkt samhljóða.
• 12. grein. Breyting verður á 2. ml. 2. mgr. sem fjallar um uppbyggingargjaldi lóðar og hljóðar svo: „Uppbyggingargjald er kr. 2.040.- á fermetra og margfaldast upp í samræmi við stærð lóðarinnar“. Eftir breytingu verður setningin svohljóðandi: „Uppbyggingargjald er kr. 2.500.- á fermetra og margfaldast upp í samræmi við stærð lóðarinnar“. Samþykkt samhljóða.
• 12. grein. Breyting verður á 2. ml. 6. mgr. sem fjallar um lóðarleigu vegna lóðar og hljóðar svo: „Lóðarleiga miðast við fasteignarmat lóðar og miðast við gjaldskrá Reykjanesbæjar. Innheimta hennar hefst við afhendingu lóðarinnar“. Eftir breytingu verður setningin svohljóðandi: „Lóðarleiga miðast við fasteignamat lóðar, en árleg leiga er ákveðin af hafnarstjórn og er nú 2% af fasteignamati lóðar, en þó eigi lægri en kr. 90,09 á m2, miðað við byggingarvísitölu (grunnur 2010) 128,1 stig í desember 2015. Fjárhæðin skal breytast miðað við vísitölu byggingarkostnaðar eins og hún er í 1. janúar ár hvert. Lóðir stærri en 15.000 m2 eru undanþegnar lágmarksgjaldi lóðarleigu.“. Samþykkt
samhljóða.

10. Upplýsingargjöf hafnarstjóra.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar rekstur hafnarinnar.

11. Önnur mál.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. ágúst 2016.