194. fundur

27.10.2016 00:00

194. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 27. október 2016 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir hvernig staða mála væri í viðræðum við kröfuhafa hafnarinnar. Einnig kynnti hann rekstraryfirlit fyrstu níu mánuði ársins og útkomuspá ársins 2016.

Hafnarstjóri lagði fram viðaukaáætlun vegna fjárhagsáætlunar ársins 2016. Samþykkt samhljóða.

2. Lánasjóður sveitarfélaga. (2015100435)
Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 30.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða.

3. AGC ehf. (2015120117)
Lagt fram staðfest endurrit dóms Héraðsdóms Reykjaness frá 19. október 2016 þar sem Reykjaneshöfn, ásamt Reykjanesbæ og Thorsil ehf., var sýknuð af kröfum stefnanda AGC ehf. í málinu.

4. Iðnaðarlóðir í Helguvík. (2016070104)
Lögð fram lóðarumsóknir Bílaleigu Kynnisferða ehf. um lóðina Fuglavík nr. 43. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrir sitt leiti viðkomandi lóðaúthlutun og vísar umsókninni til endanlegrar afgreiðslu hjá Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar í samræmi við samþykktar verklagsreglur Reykjaneshafnar.

Lögð fram drög að leigusamning vegna skammtímaleigu á lóðaraðstöðu á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Drögin eru grunnur að einstökum samningum vegna slíkrar aðstöðu sem Stjórn Reykjaneshafnar tekur síðan til afgreiðslu hverju sinni. Samþykkt samhljóða.

Lögð fram drög að leigusamning við Fitjar-vörumiðlun ehf. vegna tímabundinnar leigu á lóðaraðstöðu á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram á grundvelli fyrirliggjandi draga.

5. Hringrás hf. (2016030194)
Lagður fram Viðauki 1 við samkomulag við Hringrás hf. frá 18. mars 2016. Samþykkt samhljóða.

6. Samgönguáætlun 2015-2018. (2014100160)
Lögð fram þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018 sem samþykkt var á Alþingi þann 12. október s.l. Í áætluninni er gert ráð fyrir þátttöku ríkisins í uppbyggingu á hafnaraðstöðu í Helguvík í samræmi við ákvæði hafnarbótasjóðs, en í nefndaráliti með þingsályktuninni kemur fram að áætlaðar framkvæmdir í Helguvíkurhöfn muni kosta um 1.4 milljarð króna. Stjórn Reykjaneshafnar fagnar samþykkt samgönguáætlunar fyrir árin 2015-2018 og þeirri viðurkenningu sem í henni felst varðandi uppbyggingu Helguvíkurhafnar.

7. Hafnarsamband Íslands. (2015050325)
Fundargerðir Hafnarsambands Íslands vegna stjórnarfunda nr. 387 og 388 lagðar fram.

8. Sóttvarnaráætlun – hafnir og skip. (2016100287)
Lögð fram drög 2 að viðbragðsáætlun almannavarna – Sóttvarnaráætlun – hafnir og skip.


9. Staða á vinnumarkaði í júlí. (2016010707)
Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í september 2016. Einnig var lagt fram yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ frá árinu 2001 til 2016, viðmiðunarmánuðir september, og yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ s.l. ár eftir kyni, aldursbili, menntun, ríkisfangi, starfsgreinum og atvinnugreinum. Í Reykjanesbæ voru 154 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í september. Það fækkaði um 92 einstaklinga á atvinnuleysisskrá frá sama mánuði 2015. Heildarfjöldi skráðra atvinnulausra á Suðurnesjum öllum var 223 í september.

10. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

11. Önnur mál. (2015100420)

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. nóvember 2016.