197. fundur

19.12.2016 00:00

197. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn mánudaginn 19. desember 2016 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs RNB og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Á fundinn mætti Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs RNB. Hann og hafnarstjóri fór yfir stöðu mála í viðræðum við kröfuhafa.

2. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar 2017 – seinni umræða. (2016110197)
Hafnarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2017 ásamt áætlun til næstu þriggja ára þar á eftir. Einnig fór hann yfir þær fjárfestingar sem fara þarf í á komandi árum. Fjárhagsáætlun ársins 2017 ásamt þriggja ára áætlun samþykkt samhljóða.

3. Thorsil ehf. (2016030197)
Lagður fram þríhliða samningur milli Reykjaneshafnar, Thorsil ehf., og Arion banka hf. í tengslum við fjármögnun Thorsil verkefnisins á iðnarsvæðinu í Helguvík. Samþykkt að hafnarstjóri gangi frá samningum á þeim grunni sem fyrir liggur og undirriti hann með fyrirvara um samþykki stjórnar.

4. Staða á vinnumarkaði í nóvember. (2016010707)
Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í nóvember 2016. Einnig var lagt fram yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ frá árinu 2001 til 2016, viðmiðunarmánuðir nóvember, og yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ s.l. ár eftir kyni, aldursbili, menntun, ríkisfangi, starfsgreinum og atvinnugreinum. Í Reykjanesbæ voru 223 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í nóvember. Það fækkaði um 60 einstaklinga á atvinnuleysisskrá frá sama mánuði 2015. Heildarfjöldi skráðra atvinnulausra á Suðurnesjum öllum var 304 í nóvember.

5. Hafnarsamband Íslands. (2015050325)
Lögð fram til kynningar fundargerð 390. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands. Einnig lagt fram bréf frá formanni Hafnarsambands Íslands, dags. 12.12.2016, til þingmanna þar sem fram kemur að stjórn sambandsins leggur mikla áherslu á að fjárframlögð til Hafnarbótasjóðs verði tryggð í samræmi við fjárþörf hans.

6. Flutningahópur sjávarklasans. (2016070092)
Lögð fram til kynningar fundargerð Flutningahóps íslenska sjávarklasans frá 12. desember s.l.

7. Framkvæmdasýsla ríkisins. (2015050351)
Lögð fram til kynningar 6. fundargerð samningsaðila um leigu á olíubryggjunni í Helguvík lögð fram.

8. Útvör ehf. (2016070123)
Lagður fram tölvupóstur frá 6. desember s.l. frá Útvör ehf. um áframhaldandi leyfi til þess að staðsetja húsnæðisaðstöðu á hafnarsvæðinu í Gróf til þjónustu fyrir ferðamenn. Samþykkt að veita tímabundið leyfi til 30. september 2017 gegn því að Umhverfissviðs Reykjanesbæjar samþykki stöðuleyfi viðkomandi húsnæðisaðstöðu.

9. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

10. Önnur mál. (2015100420)
Í tilefni jólanna afhenti Einar hafnarstjóra fjórar blár ljósaperur til notkunar í ljósaseríu í kjallara hafnarskrifstofunnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. janúar 2017.