201. fundur

16.02.2017 00:00

201. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 16. febrúar 2017 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

DAGSKRÁ

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála í viðræðum við kröfuhafa.

2. Lánasjóður sveitarfélaga. (2015110362)
Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 21.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kt. 061258-5589, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða.

3. Gjaldskrá Reykjaneshafnar 2017. (2015110362)
Lögð fram tillaga um að 12. grein gjaldskrár Reykjaneshafnar verði sem hér segir:
Almenn regla: Lóðir á atvinnu- og iðnaðarsvæðum Reykjaneshafnar eru afhentar grófjafnaðar þ.e. mold fjarlægð og fyllt upp með burðarhæfum kjarna 60 cm. undir gólfkóta með allt að +/- 10 cm. frávikum. Lóðargjaldið innifelur í sér byggingarrétt á lóð í samræmi við fermetrafjölda þeirra bygginga sem heimilt er að reisa að grunnfleti á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Aukning á grunnfleti byggingarréttar umfram ríkjandi deiliskipulag hefur áhrif til hækkunar á viðkomandi lóðargjöldum. Lóðargjald innifelur ekki í sér byggingarleyfisgjöld sem greiðast hjá byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar eða tengigjöld veitna.

Lóðargjald miðast við staðsetningu og stærð lóðarinnar. Lóðargjaldið er bundið byggingarvísitölu og hækkar mánaðarlega í samræmi við hana. Grunnvísitala til útreiknings er byggingarvísitala í janúar 2017 (130,2 stig). Lóðargjöld í janúar 2017 eru sem hér segir:

•Iðnaðarsvæðið á Hólamiðum – almennar lóðir – kr. 9.006 á hvern m2 lóðar auk virðisaukaskatts.
•Iðnaðarsvæðið í Helguvík – almennar lóðir - kr. 10.532 á hvern m2 lóðar auk virðisaukaskatts.
•Iðnaðarsvæðið í Helguvík – hafnsæknar lóðir – kr. 12.821 á hvern m2 lóðar auk virðisaukaskatts.

Staðfestingargjald vegna úthlutaðrar lóðar á atvinnu- og iðnaðarsvæðum Reykjaneshafnar er 25% af lóðargjaldi ásamt virðisaukaskatti og ber að greiða það innan mánaðar frá úthlutun lóðarinnar, að öðrum kosti fellur úthlutunin úr gildi án sérstakrar tilkynningar þar um. Eftirstöðvara greiðast með veðskuldabréfi á 1. veðrétt í viðkomandi lóð sem lóðarhafi skal gefa út fyrir afhendingu lóðarinnar. Skuldabréfið skal vera verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs (grunnvísitala samkvæmt samningi), með 10 afborgunum á 6 mánaða fresti, fyrsti gjalddagi 6 mánuðum frá undirritun veðskuldabréfsins. Skuldabréfið ber fasta vexti samkvæmt vaxtakjörum Íbúðalánasjós á verðtryggðu jafngreiðsluláni. Stimpilgjald, þinglýsingargjald af viðkomandi skuldabréfi og öll önnur opinber gjöld sem kunna að vera lögð á vegna bréfsins ber útgefanda að greiða.
Lóðarleigusamningur vegna lóðarinnar skal gerður þegar greiðsla vegna lóðarinnar er frágengin og gildir til 50 ára. Lóðarleiga miðast við fasteignamat lóðar, en árleg leiga er ákveðin af hafnarstjórn og er nú 2% af fasteignamati lóðar, en þó eigi lægri en kr. 91,57 á m2, miðað við byggingarvísitölu (grunnur 2010) 130,2 stig í desember 2016. Fjárhæðin skal breytast miðað við vísitölu byggingarkostnaðar eins og hún er í janúar ár hvert. Lóðir stærri en 15.000 m2 eru undaþegnar lámarksgjaldi lóðarleigu. Innheimta lóðarleigu hefst við afhendingu lóðarinnar. Lóðarleigan ber ekki virðisaukaskatt sbr. 8. tl. 2. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.
Samþykkt samhljóða.

Lögð fram tillaga um að 27. grein gjaldskrár Reykjaneshafnar verði sem hér segir:
Gjaldskrá þessi fyrir Reykjaneshöfn er samþykkt af hafnarstjórn þann 16. febrúar 2017 skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004. Gjaldskráin öðlast gildi þann 17. febrúar 2017 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir Reykjaneshöfn frá 1. janúar 2017.
Samþykkt samhljóða.

4. Verklagsreglur við úthlutun lóða á atvinnu- og iðnaðarsvæðum Reykjaneshafnar. (2016070060)
Lögð fram tillaga um að 4. grein verklagsreglna við úthlutun lóða á atvinnu- og iðnaðarsvæðum Reykjaneshafnar verði sem hér segir:
Lóðargjald á atvinnu- og iðnaðarsvæðum Reykjaneshafnar er samsett af uppbyggingargjaldi lóðar annars vegar og grunngjaldi lóðar hins vegar.
• Uppbyggingargjald felur í sér grófjöfnun lóðar, þ.e. fjarlægja mold og fylla upp með burðarhæfum kjarna. Uppbyggingargjald er einingarverð á fermetra og margfaldast upp í samræmi við stærð lóðarinnar.
• Grunngjald lóðar felur í sér byggingarétt á lóð í samræmi við fermetrafjölda þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Grunngjald lóðar tekur mið af útreikningi gatnagerðargjalda í samræmi við lög nr. 153/2006 um gatnagerðargjald og samþykkt nr. 120/2008 um gatnagerðargjöld í Reykjanesbæ.
Samþykkt samhljóða.

Lögð fram tillaga um að 5. grein verklagsreglna við úthlutun lóða á atvinnu- og iðnaðarsvæðum Reykjaneshafnar verði sem hér segir:
Þegar lóðarumsókn er samþykkt eru reiknað út lóðargjald vegna lóðarinnar samkvæmt eftirfarandi ferli:
• Hafnarstjóri Reykjaneshafnar reiknar út lóðargjald vegna lóðar í samræmi við gjaldskrá Reykjaneshafnar. Ef veita á afslátt af lóðargjaldi lóðar skal það samþykkjast af Stjórn Reykjaneshafnar.
Samþykkt samhljóða.

5. Lóðir Reykjaneshafnar. (2017010272)

a. Brekkustígur 42. Lagður fram nýr lóðarleigusamningur vegna Brekkustígar 42 þar sem fyrri lóðarleigusamningur er útrunninn. Samþykktur samhljóða.

b. Fuglavík 43. Erindi frá Blue Eignum ehf. sem kynnt var á 198. stjórnarfundi er afturkallað með tölvupósti 08.02.2017.

c. Sjávargata 6. Lagður fram nýr lóðarleigusamningur vegna Sjávargötu 6 vegna breytingar á legu og stærð lóðarinnar. Samþykktur samhljóða.

d. Sjávargata 8. Lagður fram nýr lóðarleigusamningur vegna Sjávargötu 8 vegna breytingar á legu lóðarinnar. Samþykktur samhljóða.

e. Sjávargata 12. Lagður fram nýr lóðarleigusamningur vegna Sjávargötu 12 vegna breytingar á legu lóðarinnar og stærð. Til þess að breyting gangi eftir þarf samkomulag við Reykjanesbæ um afmörkun hafnarsvæðisins. Samþykktur samhljóða með fyrirvara um samþykki Reykjanesbæjar á afmörkun hafnarsvæðisins.

6. Ársreikningur 2016, ráðningarbréf endurskoðenda (2016070091)
Lagt fram ráðningarbréf við Grant Thornton endurskoðun ehf. Samþykk samhljóða og hafnarstjóra falið að undirritað ráðningarbréfið.

7. Hafnarsamband Íslands. (2017020225)
Fundargerð 391. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23.01.17 lögð fram til kynningar.

8. Flutningahópur íslenska sjávarklasans. (2016070092)
Fundargerð 19. fundar flutningahóps Íslenska sjávarklasans frá 07.02.17 lögð fram til kynningar.

9. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

10. Önnur mál. (2015100420)

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. febrúar 2017.