203. fundur

10.04.2017 00:00

203. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn mánudaginn 10. apríl 2017 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Hrafn Ásgeirsson varamaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála í viðræðum við kröfuhafa.

2. Ársreikningur 2016. (2016070091)
Á fundinn mætti Theodór S Sigurbergsson löggiltur endurskoðandi Reykjaneshafnar ásamt samstarfsmönnum á Grant Thornton endurskoðun ehf, endurskoðendunum Sturla Jónssyni og Guðrunu T Gísladóttur. Ársreikningur Reykjaneshafnar vegna starfsársins 2016 lagður fram ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðenda hafnarinnar. Helstu niðurstöður rekstrarreiknings er eftirfarandi:

Rekstrartekjur: 322.607.424 kr.
Rekstrargjöld: -291.916.634 kr.
Hagnaður fyrir afskriftir og vexti: -40.978.892 kr.
Afskriftir mannvirkja/eigna: -10.288.102 kr.
Fjármunatekjur (fjármunagjöld): -417.499.747 kr.
Tap ársins: -427.787.849 kr.

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir ársreikninginn og vísar ársreikningum til samþykkis á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

3. Lánasjóður sveitarfélaga. (2015100435)
Eftirfarandi var lagt fram: „Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 30.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kt. 061258-5589, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.“
Samþykkt samhljóða.

4. Hafnarsamband Íslands. (2017020225)
Tölvupóstur frá Hafnarsambandi Íslands frá 06.03.17 varðandi verkefni um kynningarmál hafna. Í kynningarmálunum felst að gera sjónvarpsþátt um starfsemi hafnarinnar og möguleika hennar til framtíðar. Samþykkt að tak þátt í verkefninu og hafnarstjóra falið að vinna málið áfram.

5. Flutningahópur íslenska sjávarklasans. (2016070092)
Fundargerð Flutningahóps íslenska sjávarklasans frá 05.04.17 lögð fram til kynningar.

6. Flutningaráðstefna í Munchen 9-12 maí 2017. (2017040089)
Kynnt dagskrá á ráðstefnunni Transport logistic sem fram fer dagana 9-12 maí 2017 í Munchen. Ráðstefnan er á heimsvísu þar sem fram fer kynning á stöðu og framtíðarsýn á öllum greinum flutninga og þeirri þjónustu sem tengist þeirri starfsemi. Stjórn samþykkir að sækja ráðstefnuna.

7. Innkaupakort Reykjaneshafnar. (2015090352)
Lögð fram tillaga að hækkun heimildar á innkaupakorti Reykjaneshafnar úr 300 þúsund krónum í 1 milljón króna. Samþykkt samhljóða.

8. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

9. Önnur mál. (2015100420)

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. apríl 2017.