211. fundur

21.12.2017 00:00

211. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 21. desember 2017 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

DAGSKRÁ

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snertu fjármál hafnarinnar.

2. Gjaldskrá Reykjaneshafnar fyrir árið 2018. (2015110362)
Hafnarstjóri lagði fram tillögu að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2018. Meginbreyting er í 18. grein og varðar móttöku úrgangs frá fraktskipum, þar sem hvati til losunnar úrgangs er innifalinn í úrgangsgjaldi. Aðrar hækkanir í gjaldskránni taka mið af breytingum í vísitölum milli ára. Samþykkt samhljóða.

3. Hafnasamband Íslands. (2017020225)
a. Fundargerð 399. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Lögð fram til kynningar.
b. Öryggismál í höfnum landsins. Sameiginlegt dreifibréf frá Samgöngustofu og Hafnasambandi Íslands, dags. 06.12.2017, þar sem hvatt er til þess að hafnir landsins leiti leiða til að minnka hættu á slysum á starfssvæðum sínum. Hafnarstjóri upplýsti að hann hafi óskað eftir úttekt Samgöngustofu á aðstæðum i höfnum Reykjaneshafnar með hliðsjón af þeim slysahættum sem þar leynast.
c. Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands, dags. 06.12.2017, um umfjöllunarefni fundar samráðshóps Fiskistofu og hafnasambandsins frá 20.09.2017. Lagt fram til kynningar.

4. Fiskistofa. (201709029)
Bréf Fiskistofu, dags. 08.12.2017, þar sem tilkynnt er um endurnýjun endurvigtunarleyfis til handa Slægingu ehf. Básaveig 1, 230 Reykjanesbæ. Lagt fram til kynningar.

5. Hringrás hf. (2017120186)
Bréf Hringrásar hf., dags. 16.12.2017, þar sem óskað er eftir aðstöðu á hafnarsvæði Helguvíkurhafnar til niðurrifs á togaranum Orlík. Eftirfarandi bókun var lögð fram: „Togarinn Orlik kom til Njarðvíkurhafnar á haustdögum 2014. Á þeim tíma stóð til að rífa togarann þó ekki lægi fyrir hvernig staðið yrði að þeirri framkvæmd. Leitað hefur verið ýmissa leiða til þess verkefnis, bæði innanlands og í útlöndum, án þess að það hafi gengið eftir. Ljóst er að töluverð vá er af togaranum í Njarðvíkurhöfn, tvisvar sinnum hefur hann næstum slitið landfestar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og einu sinni munaði litlu að hann sykki við hafnarkant. Að mati hafnaryfirvalda er það spurning um tíma hvenær alvarlegt óhapp verður af veru skipsins í Njarðvíkurhöfn og því forgangsmál að finna varanlega lausn á þeim vandamálum sem togaranum fylgir. Ef lausnin er að draga togarann á landi á hafnarsvæði Helguvíkurhafnar til niðurrifs þá heimilar Stjórn Reykjaneshafnar slíka framkvæmd, ef önnur þar til bær stjórnvöld gefa heimild til þess. Heimildin er þó bundin því að Reykjaneshöfn verði ekki fyrir fjárhagsútlátum af framkvæmdinni, að framkvæmdin hafi skilgreindan tímaramma og togarinn greiði skipagjöld eins og við viðlegukant væri þar til framkvæmdinni líkur. Hafnarstjóra er falið að gera skriflegt samkomulag við Hringrás hf. ef til framkvæmdarinnar kemur þar sem fyrrnefndar forsendur koma fram. Jafnfram ber Hringrás hf. að leggja fram ábyrgðir sem tryggja viðkomandi forsendur.“ Samþykkt samhljóða.

6. LEX lögmannsstofa. (2017080273)
Bréf dags. 05.12.2017 frá LEX lögmannsstofu þar sem boðað er til kröfuhafafundar þann 17.01.2018 kl. 09:00 um málefni félagsins Sameinaðs Sílikon hf., en félagið hefur verið í greiðslustöðvun frá 14. ágúst s.l. Samþykkt að hafnarstjóri sæki fundinn f.h. Reykjaneshafnar.

7. Reykjanesbær. (2017060143)
Tölvupóstur frá Reykjanesbæ, dags. 17.11.2017, þar sem óskað er eftir umsögn um drög að nýrri lögreglusamþykkt sem er í vinnslu fyrir sveitarfélagið. Stjórn Reykjaneshafnar gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög.

8. Vinnumarkaður í nóvember 2017. (2017030482)
Skýrsla Vinnumálastofnunar fyrir nóvembermánuð 2017 um vinnumarkaðinn á Íslandi. Lögð fram
til kynningar.

9. Endurskoðun ársreiknings 2017. (2017120185)
Lagt fram ráðningarbréf við Grant Thornton endurskoðun ehf. Samþykk samhljóða og hafnarstjóra falið að undirritað ráðningarbréfið.

10. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

11. Önnur mál. (2015100420)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:39. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. janúar 2018.