213. fundur

13.02.2018 00:00

213. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn þriðjudaginn 13. febrúar 2018 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2018020112)
Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snertu fjármál hafnarinnar.

2. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (2018020111)
Eftirfarandi var lagt fram: „Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 30.000.000 kr. til 6 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.“ Samþykkt samhljóða.

3. Hafnarsamband Íslands. (2018010284))
Fundargerð 400. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands. Lögð fram til kynningar.

4. AGC ehf. (2015120117)
Úrskurður Hæstaréttar Íslands frá 25.01.18 í máli AGC ehf. gegn Reykjaneshöfn, Reykjanesbæ og Thorsil ehf. þar sem í dómsorði kemur að málflutningi AGC ehf. er hafnað. Lagt fram til kynningar.

5. Flutningar- og hafnarhópur Sjávarklasans. (2018010285)
Tölvupóstur dags. 08.02.18 frá Þór Sigfússyni. Lagður fram til kynningar.

6. Brú – Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga. (2018020124)
Kynnt samkomulag á milli Brú – Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga og Reykjaneshafnar varðandi uppgjör á hlutdeild Reykjaneshafnar í tengslum við samkomulag frá 19. september 2016 á milli annar vegar stéttarfélaganna BHM, BSRB og KÍ og hins vegar ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á skipan lífeyrismála með því að samræma lífeyrisréttindin á almennum og opinberum vinnumarkaði. Hlutdeild Reykjaneshafnar er í jafnvægissjóð kr. 6.490.684.-, í lífeyrisaukasjóð kr. 25.425.777.- og í varúðarsjóð kr. 2.735.381.- eða samtals kr. 34.651.842.-. Lagt er til að Stjórn Reykjaneshafnar samþykki samkomulagið og feli hafnarstjóra að ganga frá greiðslum í samræmi við ákvæði þess. Samþykkt samhljóða.

7. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2018010286)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

8. Önnur mál. (2018010287)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. febrúar 2018.