159. fundur

21.11.2014 10:35

159. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar haldinn 12. nóvember 2014 að Víkurbraut 11, kl: 17:00

Mættir : Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður,  Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson varamaður í forföllum Bjarkar Þorsteinsdóttur og Pétur Jóhannsson framkvæmdastjóri.  Fundargerð ritaði Kolbrún Jóna Pétursdóttir.

1. Atvinnumál

1.1. Staða framkvæmda í Helguvík (2014080131)
Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála í Helguvík.  Framkvæmdastjóri og formaður kynntu upplýsingar frá Norðuráli um stöðu framkvæmda við álverið.  Forsvarsmenn Norðuráls eru vongóðir umframgang verkefnisins í Helguvík.
Einnig kynnti hann hugmyndir um lóðarframkvæmdir vegna lóðar Thorsils.
United Silicon mun hefja  framkvæmdir við undirstöður bygginga á næsta ári.

1.2. Verkefnalisti Atvinnutækifæra í Reykjanesbæ (2013080216)
Framkvæmdastjóri lagði fram verkefnalistann og fór yfir hann með stjórnarmönnum.  Framkvæmdastjóri mun uppfæra listann samkvæmt upplýsingum frá stjórnarmönnum.

2. Málefni Reykjaneshafnar

2.1. Gjaldskrá 2015 fyrir Reykjaneshöfn (2014110177)
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar fyrir árið 2015, en fjárhagsáætlun 2015 verður byggð á henni.  Atvinnu- og hafnaráð samþykkti  hækkun á gjaldskrá Reykjaneshafnar frá 1.1. 2015.  Einar og Kolbrún  viku af fundi við afgreiðslu þessa máls.

2.2. Vinna við Fjárhagsáætlun 2015 fyrir Reykjaneshöfn (2014010256)
Framkvæmdastjóri skýrði frá vinnu við fjárhagsáætlun 2015 fyrir Reykjaneshöfn.  Farið var yfir tillögur að helstu lækkunum gjalda og hækkunum tekna.  Jafnframt skýrt frá þeim framkvæmdum sem áætlað er að ráðast í á árinu 2015, en þær eru háðar ríkisframlagi og lóðagjaldatekjum.

2.3. Aðsent bréf Styrmis Barkarsonar dags. 28.10.2014. (2014110178)
Atvinnu- og hafnaráð samþykkir einróma að vísa erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

3. Önnur mál

3.1. Varaformaður og ritari. (2014010256)
Í upphafi fundar lagði formaður til breytingu á hlutverkum ráðsins.  Kolbrún Jóna Pétursdóttir verður ritari og Hjörtur Guðbjartsson verður varaformaður í stað Kolbrúnar.  Samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.