168. fundur

27.08.2015 00:00

168. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 27. ágúst 2015 að Víkurbraut 11, kl: 16:00.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Andri Örn Víðisson varamaður.

1. Heimsókn á stafssvæði Unided Silicon hf að Stakksbraut 9 í Helguvík (2015010547)
Mæting að Víkurbraut 11 og farið þaðan kl. 16:00
Níu fulltrúar frá RNH mættu á starfssvæði United Silicon hf. og kynntu sér framkvæmdir og starfsemina.

2. Til kynningar
2.1. Skýrsla um stöðu á vinnumarkaði í júlí (2013060176). Frestað til næsta fundar.
2.2. Bréf frá Fiskistofu, dagsett 08.06.2015 (2015080397). Frestað til næsta fundar.
2.3. Hafnarsamband Íslands, minnisblað dagsett 23.06.2015 (2015080398). Frestað til næsta fundar.
2.4. Bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 29.06.2015 (2015080399). Frestað til næsta fundar.
2.5. Bréf frá Landhelgisgæslu Íslands, dagsett 08.07.2015 (2015070187). Frestað til næsta fundar.
2.6. Auglýsing um deiliskipulag í Helguvík, dagsett 22.07.2015 (2014080123). Frestað til næsta fundar.
2.7. Hafnarfundur 2015 (2015050325). Frestað til næsta fundar.
2.8. Þingskjal 1479 - nefndarálit Samgönguáætlunar 2014-2018 (2015080400). Frestað til næsta fundar.
2.9. Stakksbraut - Fuglavík. Fráveitu og kaldavatnslagnir - verklok (2015060427). Frestað til næsta fundar.
2.10. Kjarasamningur við félag Íslenskra skipstjórnarmanna (2015080401). Frestað til næsta fundar.
2.11. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2015010547). Frestað til næsta fundar.

3. Til afgreiðslu
3.1. Bréf frá Hringrás hf, dagsett 17.08.2015 (2015080402)
Hringrás hf. óskar eftir heimild hafnaryfirvalda til þess að athafna sig á hafnarsvæðinu við tæmingu spilliefna úr togaranum Orlik þar sem hann liggur við hafnarkant í Njarðvíkurhöfn. Atvinnu- og hafnarráð samþykkir framkomna beiðni með þeim skilyrðum að framkvæmdin trufli ekki starfsemi hafnarinnar og uppfylli þau opinberu leyfisskilyrði sem henni fylgja. Hafnarstjóra var falið að fylgja málinu eftir.

3.2. Bréf frá Alur Helguvík ehf. dagsett 25.08.2015 (2015080403)
Alur Helguvík ehf. óskar eftir að afsetja vaskaðan gjallsand til landmótunar í fyrirhugaðri flæðigryfju á starfsvæði Helguvíkurhafnar í Selvík. Atvinnu- og hafnaráð óskar eftir að fá fleiri upplýsingar um málið og frestar því til næsta fundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________________________________________________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. september 2015.

Fundargerðin samþykkt 11-0. Davíð Páll Viðarsson og Magnea Guðmundsdóttir tóku til máls við afgreiðslu fundargerðar.