169. fundur

05.10.2015 10:24

169. fundur atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 24. september 2015 að Víkurbraut 11, kl. 17:15þ

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hrafn Ásgeirsson varamaður og Hanna Björg Konráðsdóttir, aðalmaður.

1. Atvinnumál
1. Thorsil (2015010547)
Fulltrúi Thorsil ehf. mætir á fundinn og fer yfir stöðu mála í uppbyggingu verkefnisins í Helguvík

Hákon Björnsson forstjóri Thorsil ehf. gerði grein fyrir stöðu verkefnis Thorsil á iðnaðarsvæðinu í Helguvík.

2. Málefni Reykjaneshafnar
2. Skýrsla um stöðu á vinnumarkaði í Júlí og ágúst (2013060176)

Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í júlí og ágúst 2015. Einnig var lagt fram yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ frá árinu 2000 til 2015, viðmiðunarmánuðir júlí annars vegar og ágúst hins vegar, og yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ s.l. fjögur ár eftir kyni, aldursbili, menntun, ríkisfangi, starfsgreinum og atvinnugreinum. Í Reykjanesbæ voru 257 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í júlí og 246 í ágúst. Það fækkaði um 89 einstaklinga á atvinnuleysisskrá í júlí frá sama mánuði 2014 og um 112 í ágúst. Heildarfjöli skráðra atvinnulausra á Suðurnesjum öllum var 379 í júlí og 362 í ágúst.

3. Bréf frá fiskistofu, dagsett 08.06.2015 (2015080397)

Lagt fram bréf Fiskistofu um breytingar á reglum um aukið hafnarríkiseftirlit vegna landana erlendra skipa í íslenskum höfnum.

4. Hafnarsamband Íslands, minnisblað dagsett 23.06.2015 (2015080398)

Lagt fram minnisblað um tryggingarmál hafna, samantekið af LEX lögmannsstofu fyrir Hafnarsamband Íslands.

5. Bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 29.06.2015 (2015080399)

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar vegna komandi endurskoðunar á áætlun Reykjaneshafnar um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum, þar sem áréttað er nauðsyn magnskráningar og gjaldtöku við framkvæmd þjónustunar.

6. Bréf frá Landhelgisgæslu Íslands, dagsett 08.07.2015 (2015070187)

Lagt fram bréf frá Landhelgisgæslu Íslands um samkomulag milli Reykjaneshafnar og Varnamálastofnunar Íslands um hafnarmannvirki Nato í Helguvík. Hafnarstjóra falið að vinna áfram í samræmi við fyrri samþykktir um breytingar á leigusamningi frá 21. apríl 1983 um landspildu á Hólmsbergi norðan Helguvíkur.

7. Auglýsing um deiliskipulag í Helguvík, dagsett 22.07.2015 (2014080123)

Lögð fram auglýsing um breytingar á deiliskipulagi hafnar- og iðnaðarsvæðis við Helguvík í landi Reykjanesbæjar sem birtis í B-deild Stjórnartíðinda þann 22. júlí 2015.

8. Hafnasamband Íslands, fundargerð 376. stjórnarfundar  (2015050325)

Lögð fram fundargerð 376. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 24. ágúst 2015.

9. Hafnarfundur 2015 (2015050325)

Hafnarfundur 2015 fór fram 28. ágúst s.l. Fyrir hönd Reykjaneshafnar mættur á fundinn formaður ráðsins ásamt hafnarstjóra. Farið var yfir helstu atriði sem fram komu á fundinum.

10. Þingskjal 1479 - nefndarálit Samgönguáætlunar 2014-2018 (2015080400)

Lagt fram nefndarálit Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá 18. júlí s.l. við samgönguáætlun 2015-2018, þar sem fram kemur að að mikilvægt sé að fyrirhugaðar framkvæmdir Reykjaneshafnar í Helguvík séu inni á endurskoðaðri samgönguáætlun sem lögð verður fram haustið 2016.

11. Stakksbraut - Fuglavík. Fráveitu og kaldavatnslagnir - verklok (2015060427)

Lagt fram bréf frá eftirlitsaðila verksins "Stakksbraut_Fuglavík - Fráveita- og kaldavatnslagnir" um lok verksins.

12. Kjarasamningur við félag Íslenskra skipstjórnarmanna (2015080401)

Lagður fram nýr kjarasamningur við Félag skipstjórnarmanna sem gildir frá 1. maí s.l. til 31. október n.k. Helstu atriði samningsins er launahækkun upp á 7,5% og eingreiðslu upp á kr. 200 þúsund. Einnig að starfsheiti og starfsskilgreiningar verði endurskoðaðar fyrir 31. október n.k.

13. Flutningalandið Ísland - ráðstefna í Hörpu 30. september 2015 (2015090353)

Ráðstefnan "Flutningalandið Íslands" verður haldin í Hörpu þann 30. september n.k. Þar mun m.a. verða fjallað um innviði flutninga, útflutning og alþjóða tengingu Íslands.
Samþykkt var að Davíð Páll Viðarsson, formaður, Hjörtur M Guðbjartsson og Hanna Björg Konráðsdóttir ásamt hafnastjórna sæki ráðstefnuna.

2.7. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2015010547)

Hafnarstjóri fór yfir lykilþætti sem snúa að fjáhags- og framkvæmdaáætlun Reykjaneshafnar 2016, stöðu mála á iðnaðar- og hafnarsvæðinu í Helguvík, aflaþróun, rekstraryfirlit fyrstu sex mánuða ársins með samanburð við s.l. ár og fjárhagsáætlun auk ýmis smærri atriði.

3. Önnur mál
14. Stjórn Reykjaneshafnar (2015090351)

Þann 27. janúar s.l. samþykkti bæjarstjórn Reykjanesbæjar á 471. fundi sínum breytt skipulag og skipurit fyrir Reykjanesbæ og stofnanir hans. Með hliðsjón af þessum breytingum samþykkir Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar að frá og með 1. október n.k. muni það taka nafnabreytingu og heita Stjórn Reykjaneshafnar.

15. Innkaupakort Reykjaneshafnar (2015090352)

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir að Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri verði handhafi á viðskiptakorti Reykjaneshafnar í Landsbankanu, með færsluheimild upp á kr. 300 þúsund.

16. Viðauki IV við lóðar- og hafnarsamning milli Reykjaneshafnar og Thorsil ehf. dags. 11. apríl 2014 (2014120175)

Erindi frá Thorsil ehf. þar sem óskað er eftir að gerður verði Viðauki IV við Lóðar- og hafnarsamning milli Reykjaneshafnar og Thorsil efh. frá 11. apríl 2014. Viðauki IV er breyting á Viðauka II, þar sem gjalddagi 30% gatnagerðargjalda færist frá 30. september 2015 til 15. desember sama ár. Atvinnu- og hafnarráð samþykkir viðaukann og felur hafnarstjóra að undirrita hann.

17. Tölvupóstur Blue Car Rental ehf. dags. 17. september 2015 (2015090355)

Óskað er eftir að hafa skipti á lóðinni Fuglavík nr. 49, fasteignanúmer 233-2119, og lóðinni Hólmbergsbraut 3, faseignanr. 233-2081. Atvinnu- og hafnarráð felur hafnarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund.

18. Deloitte - ráðningarbréf um endurskoðun dags. 23. september 2015 (2015090356)

Frestað til næsta fundar.

4.1. Hafnarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu: Vegna breytingar á áætluð greiðsluflæði hafnarsjóð næsta mánuð felur atvinnu- og hafnarráð hafnarstjóra að leita eftir skammtímafjármögnun hjá Reykjanesbæ til að Reykjaneshöfn geti staðið við þær fjárhagsskuldbindingar sem til falla í októbermánuði. (2015010547)

Samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2015.

Fundargerðin var samþykkt 11-0 án umræðu.