172. fundur

27.11.2015 09:14

172. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn 26. nóvember 2015 að Víkurbraut 11, kl. 17:15.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Guðlaugur H Sigurjónsson og Halldór Karl Hermannsson Hafnarstjóri.

1. Gjaldskrár Reykjaneshafnar 2016 (2015110362)

Hafnarstjóri fór yfir tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2016. Tillaga að gjaldskrá verður afgreidd á næsta fundi.

2. Fjárhagsáætlun 2016 ásamt þriggja ára áætlun (2015110363)

Hafnarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2016 ásamt þeirri fjárfestingaþörf sem fyrirsjáanleg er á árinu 2016. Fjárhagsáætlun verður afgreidd á næsta fundi.

3. Fjármál Reykjaneshafnar (2015110364)

Fulltrúar Reykjaneshafnar í viðræðum við kröfuhafa um endurskipulagningu á fjármálum  hafnarinnar, Ólafur Arinbjörn Sigurðsson hdl. frá LOGOS og Emil Viðar Eyþórsson frá Deloitte, mættu á fundinn og fóru yfir stöðu viðræðnanna.

4. Skýrsla um stöðu á vinnumarkaði í október (2013060176)

Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í október 2015. Einnig var lagt fram yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ frá árinu 2000 til 2015, viðmiðunarmánuðir október, og yfirlit yfir þróun atvinnuleysis í Reykjanesbæ s.l. fjögur ár eftir kyni, aldursbili, menntun, ríkisfangi, starfsgreinum og atvinnugreinum. Í Reykjanesbæ voru 257 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í október. Það fækkaði um 114 einstaklinga á atvinnuleysisskrá frá sama mánuði 2014. Heildarfjöldi skráðra atvinnulausra á Suðurnesjum öllum var 372 í október.

5. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2015100419)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar rekstur hafnarinnar.

6. Önnur mál (2015100420)

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember nk.

Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.