174. fundur

15.12.2015 10:58

174. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn 14. desember 2015 að Víkurbraut 11, kl. 17:45.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Vilborg Jónsdóttir varamaður, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri og Guðlaugur H Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs RNB.

1. Gjaldskrár Reykjaneshafnar 2016 (2015110362)
Hafnarstjóri fór yfir tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2016. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

2. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar 2016, seinni umræða (2015110363)
Hafnarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2016 ásamt áætlun til næstu þriggja ára þar á eftir. Einnig fór hann yfir þær fjárfestingar sem fara þarf í á komandi árum.  Fjárhagsáætlun ársins 2016 samþykkt samhljóða.

3. Fjármál Reykjaneshafnar (2015110364)
Formaður og hafnarstjóri fóru yfir stöðu mála varðandi fjárhagslega endurskipulagningu á fjármálum hafnarinnar.

4. Endurskoðun jafnréttisáætlunar Reykjanesbæjar (2015110048)
Endurskoðuð Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar lögð fram til umsagnar. Engar athugasemdir komu fram.

5. Fundargerð 378. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands (2015050325)
Fundargerðin lögð fram.

6. Niðurstaða hæstaréttar frá 26. 11.2015  vegna stefnu AGC ehf. gagnvart Reykjaneshöfn, Reykjanesbæ og Thorsil ehf. sem lögð var fram í Héraðasdómi Reykjaness 22.04.2015. (2015120011)
Hæstiréttur vísaði málinu frá dómi og dæmdi AGC ehf. til þess að greiða stefndu málskostnað.

7. Stefna AGC ehf. gagnvart Reykjaneshöfn, Reykjanesbæ og Thorsil ehf. sem lögð verður fram í Héraðsdómi Reykjaness 16.12.2015. (2015120117)
Lögð fram stefna frá AGC ehf. sem höfðar mál á hendur Reykjaneshöfn, Reykjanesbæ og Thorsil ehf. til viðurkenningar á leigurétti stefnanda. Samþykkt að fela hafnarstjóra og lögmanni hafnarinnar framkvæmd málsins.

8. Bréf frá Alur Helguvík ehf., dagsett 10.12.2015 (2015080403)
Alur Helguvík ehf. staðfestir að fyrirtækið samþykki fyrir sína hönd að fallið sé frá úthlutun lóðarinnar Berghólabraut 19 gegn endurgreiðslur staðfestingargjalds. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að afturkalla úthlutun lóðarinnar og felur hafnarstjóra að ganga frá málinu.
II. lið í erindinu er vísað til næsta fundar og verður tekið til afgreiðslu samhliða erindi frá 168. fundi.

9. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar rekstur hafnarinnar.

10. Önnur mál (2015100420)
Lagt fram samkomulag um greiðslu á staðfestingargjaldi samkvæmt Lóðar- og hafnarsamning á milli Reykjaneshafnar og Thorsil ehf. frá 11. apríl 2014. Samþykkt samhljóða og hafnarstjóra falið að undirrita samkomulagið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. janúar 2016.