202. fundur

30.03.2017 00:00

202. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 30. mars 2017 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála í viðræðum við kröfuhafa.

2. Ársreikningur 2016 – drög. (2016070091)
Á fundinn mætti Regína Fanný Guðmundsdóttir deildarstjóri reikningshalds hjá Reykjanesbæ og stofnunum hans. Farið var yfir drög að ársreikning hafnarinnar fyrir árið 2016.

3. Hafnarsamband Íslands. (2017020225)
Fundargerð 392. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 17.02.17 lögð fram til kynningar. Einnig var lagður fram tölvupóstur frá Hafnarsambandi Íslands frá 06.03.17 varðandi kynningarmál hafna.

4. Staða á vinnumarkaði í janúar og febrúar. (2017030482)
Lagðar fram tölur frá Vinnumálastofnun um stöðuna á vinnumarkaði í janúar og febrúar 2017.

5. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

6. Önnur mál. (2015100420)

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. apríl 2017.