205. fundur

08.06.2017 00:00

205. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 8. júní 2017 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Jóhann S Sigurbergsson varamaður, Hrafn Ásgeirsson varamaður, og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri. Hjörtur M Guðbjartsson varaformaður stýrði fundi í fjarveru formanns.

DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Undir þessum dagskrálið mætti á fundinn Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs. Hann og hafnarstjóri fóru yfir stöðu mála í viðræðum við kröfuhafa.

2. Stakksbraut 9 - lóðargjöld. (2015100459)
Undir þessum dagskrárlið mættu á fundinn Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Reykjanesbæjar og Unnar Steinn Bjarndal lögmaður Reykjaneshafnar. Kynnt var samkomulag um uppgjör á lóðargjöldum vegna Stakksbrautar 9. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir samkomulagið og felur hafnarstjóra að undirrita það.

3. Hafnarsamband Íslands. (2017020225)
Lögð fram til kynningar 395. fundargerð stjórnar Hafnarsambandsins.

4. Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi (SAR) - kynning. (2016010702)
Undir þessum dagskrárlið mætti á fundinn Guðmundur Pétursson formaður SAR sem kynnti tilgang félagsins og starfsemi þess undanfarin ár.

5. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

6. Önnur mál. (2015100420)

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. júní 2017.