209. fundur

26.10.2017 00:00

209. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 26. október 2017 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

DAGSKRÁ

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Tölvupóstur frá Reykjanesbæ dags. 04.10.17 lagður fram. Þar kemur fram að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi samþykkt á fundi sínum þann 03.10.17 lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. til uppgreiðslu á skuldabréfaflokkum RNH 16 og RNH 27 sem Reykjaneshöfn er greiðandi að og skráðir eru hjá Kauphöll Íslands.
Lögð var fram eftirfarandi bókun: „Stjórn Reykjaneshafnar fagnar að nú sést í land varðandi endurskipulagningu á skuldum Reykjaneshafnar, en sú vegferð er búin að taka á þriðja ár. Markmið þessarar endurskipulagningar er að tryggja rekstrarhæfi Reykjaneshafnar til komandi ára og til þess að gefa höfninni svigrúm til uppbyggingar í tengslum við fyrirsjáanleg aukin verkefni, m.a. í Helguvíkurhöfn. Stjórn Reykjaneshafnar þakkar öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn í þessari vinnu og lítur björtum augum til framtíðar.“ Samþykkt samhljóða.

2. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (2015100435)
Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 30.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða.

3. Viðaukaáætlun við fjárhagsáætlun 2017. (2016110197)
Hafnarstjóri lagði fram viðaukaáætlun vegna fjárhagsáætlunar ársins 2017. Forsendur hafa m.a. ekki staðist í bæði tekjuhlið og gjaldahlið áætlunarinnar og eru breytingar á áætluninni aðlögun af því. Samþykkt samhljóða.

4. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2018 – fyrri umræða. (2017100262)
Hafnarstjóri lagið fram til fyrri umræðu drög að fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2018. Farið var yfir helstu rekstrartölur og fjárfestingarþörf komandi ára. Samhliða voru kynntar þær gjaldskrárbreytingar sem þarf að gera í tengslum við tekjuþátt áætlunarinnar. Fjárhagsáætlun verður afgreidd á næsta fundi.

5. Hafnarsamband Íslands. (2017020225)
a. Fundargerð 397. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands. Lögð fram til kynningar.
b. Framsent bréf Vegagerðarinnar dags. 19.06.17. Lagt fram til kynningar.

6. Faxaflóahafnir. (201700263)
Bréf Faxaflóahafna dags. 10.10.17. Lagt fram til kynningar.

7. Saltver ehf. (2017100264)
Bréf Saltvers ehf. dags. 17.10.17. Hafnarstjóra falið að skoða málið nánar með hliðsjón af fjárhagsáætlun ársins 2018.

8. Reykjaneshöfn – kynningarþáttur. (2017060378)
Farið yfir stöðu mála varðandi vinnslu myndefnis í kynningarþátt um Reykjaneshöfn sem unnin er í samstarfi við sjónvarpsstöðina Hringbraut.

9. Vinnumarkaður í september 2017. (2017030482)
Skýrsla Vinnumálastofnunar fyrir septembermánuð 2017 um vinnumarkaðinn á Íslandi. Lögð fram
til kynningar.

10. Atvinnumálakönnun 2017. (2017100266)
Hafnarstjóri kynnti samstarf sem er milli Reykjaneshafnar annars vegar og Vinnumarkaðsráðs Suðurnesja hins vegar varðandi atvinnumálakönnun á Suðurnesjum.

11. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

12. Önnur mál. (2015100420)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2017.