221. fundur

27.09.2018 00:00

221. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 27. september 2018 kl. 17:30 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður, Hrafn Ásgeirsson varamaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri. Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður boðaði forföll.

DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar (2018040283)
Hafnarstjóri fór yfir rekstur Reykjaneshafnar og líklega þróun hans til áramóta. Lagt er til að hafnarstjóri ræði við Reykjanesbæ um ákvæði í 3. grein lánasamnings milli Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar frá því í ágúst s.l. Samþykkt samhljóða.

2. Fjárhagsáætlun ársins 2019 (2018090250)
Hafnarstjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2019. Lagt er til að fyrirliggjandi drög verði grunnur í áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Samþykkt samhljóða.

3. Hringrás hf. (2016030194)
Viðauki V við „Samkomulag um skil Hringrásar hf. á lóðaraðstöðu við Stakksbraut í Helguvík...“ frá 18. maí 2016. Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. október 2018.