224. fundur

13.12.2018 00:00

224. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 13. desember 2018 kl. 16:30 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

DAGSKRÁ

1. Stjórn Reykjaneshafnar. (2018060241)
Tölvupóstur, dags. 05.12.18. þar sem fram kemur að Annel Jóni Þorkelssyni er veitt lausn sem varamaður í Stjórn Reykjaneshafnar og í hans stað hefur verið skipaður Jón Már Sverrisson. Lagt fram til kynningar.

2. Gjaldskrá Reykjaneshafnar 2019. (2018120132)
Hafnarstjóri lagði fram tillögu að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2019. Samþykkt samhljóða.

3. Hólamið. (2018120133)
Hafnarstjóri kynnti drög að samkomulagi milli Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar um afturköllun umboðs Reykjaneshafnar frá 03.07.2007 til umsýslu með lóðir á Iðnaðarsvæðinu að Hólamiðum. Lagt er til að hafnarstjóri vinni málið áfram á grundvelli fyrirliggjandi draga. Samþykkt samhljóða.

4. Hafnarsamband Íslands. (2018010284)

a. Fundargerðir 408 fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands. Í fundargerðinni kemur m.a. fram að Hanna Björg Konráðsdóttir stjórnarmaður Stjórnar Reykjaneshafnar var kosin varaformaður stjórnar Hafnarsambands Íslands. Lögð fram til kynningar.

b. Minnisblað um stöðu landtenginga í höfnum landsins. Lagt fram til kynningar.

5. Hafnarsambandsþing 2018. (2018110226)

a. Fundargerð 41. þings Hafnasambands Íslands frá 24. og 25. október 2018. Lögð fram til kynningar.

b. Ályktun 41. þings Hafnasambands Íslands um öryggi í höfnum. Lögð fram til kynningar.

6. Upplýsingagjöf hafnarstjóra. (2018010286)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

7. Önnur mál. (2018010287)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. desember 2018.