235. fundur

21.11.2019 17:00

Fundargerð 235. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Stefna Reykjanesbæjar 2020-2030 (2019110193)

Undir þessum lið mætti Halldóra G Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar þann 1. október s.l. var samþykkt ný stefna fyrir Reykjanesbæ og stofnanir hans 2020-2030, en stefnan tekur mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Fór Halldóra yfir helstu þætti stefnunnar og þá lykilþætti sem að henni snúa.

2. Starfsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2020 (2019100344)

Starfsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2020 var samþykkt á fundi Stjórnar Reykjaneshafnar þann 24. október s.l. Með tölvupósti þann 28. október komu tilmæli frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar að í starfsáætlunum rekstrareininga Reykjanesbæjar og stofnana hans verði tekið mið af nýsamþykktri stefnu Reykjanesbæjar 2020-2030 ásamt tilvísun til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Hafnarstjóri fór yfir endurskoðaða starfsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2020 þar sem tekið er mið af þessum tilmælum. Lagt er til að endurskoðuð starfsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2020 verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Starfsáætlun 2020

3. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2020 (2019080704)

Hafnarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir árið 2020 ásamt áætlun til næstu ára þar á eftir. Einnig fór hann yfir þær fjárfestingar sem fara þarf í á komandi árum. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar er í samræmi við gildandi aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar og stofnana hans og byggir á þeim forsendum sem þar eru til grundvallar. Lagt er til að fjárhagsáætlun ársins 2020 ásamt áætlun vegna áranna 2021-2023 verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

4. Framtíðarsýn Reykjaneshafnar til 2030 (2019110193)

Á 212. fundi Stjórnar Reykjaneshafnar 23. janúar 2018 var lögð fram framtíðarsýn Reykjaneshafnar til komandi 10 ára sem unnin var af stjórn, hafnarstjóra, starfsmönnum hafnarinnar og skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar. Hafnarstjóri fór yfir yfir þær hugmyndir sem þar komu fram ásamt tillögu að vinnufyrirkomulagi fyrir endurskoðaða framtíðarsýn Reykjaneshafnar til ársins 2030. Lagt er til að Stjórn Reykjaneshafnar taki til endurskoðunar fyrirliggjandi framtíðarsýn á grundvelli viðkomandi vinnufyrirkomulags og leggi fram framtíðarsýn fyrir Reykjaneshöfn árið 2030 fyrir lok maímánaðar 2020. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Framtíðarsýn Reykjaneshafnar til 2030
Reykjaneshöfn - Framtíðarsýn komandi 10 ára

5. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2019 (2019110195)

Ráðningarbréf við Grant Thornton endurskoðun ehf. vegna endurskoðunar á reikningum Reykjaneshafnar rekstrarárið 2019. Lagt er til að ráðningarbréfið verði samþykkt og hafnarstjóra falið að undirrita það. Samþykkt samhljóða.

6. Hafnarsamband Íslands (2019051158)

Fundargerð 416. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 18.10.2019. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 416. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands

7. Siglingarráð (2019060287)

Fundargerðir 18. fundar Siglingarráðs frá 05.09.2019. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Siglingarráð 18. fundur 5. september 2019

8. Togarinn Orlik (2019070172)

Bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 31.10.2019 þar sem kynnt er ákvörðun ráðuneytisins um útvíkkun á áðurútgefinni undarþágu til Skipasmíðastöð Njarðvíkur um niðurrif á togaranum Orlik. Lagt fram til kynningar.

Fylgigögn:

Undanþága vegna Orlik

9. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2019051182)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

10. Önnur mál (2019051178)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. desember 2019.