249. fundur

18.02.2021 17:00

249. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 18. febrúar 2021 kl. 17:00 í fundarsal Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri. Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður sat fundinn í gegnum Teams fjarfundarbúnað.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2021010430)

Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta fjármál Reykjaneshafnar.

2. Hafnamannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Farið var yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaða uppbyggingu í Njarðvíkurhöfn o.fl.

3. Hafnasamband Íslands (2021010431)

Fundargerð 431. fundar Hafnasambands Íslands frá 22.01.2021.

Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 431. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 

4. Fiskistofa (2021020460)

Bréf Fiskistofu dags. 16.02.21 þar sem óskað er umsagnar um umsókn til Fiskistofu frá Premium of Iceland ehf. um endurvigtunarleyfi á sjávarafla í starfsstöð fyrirtækisins að Bakkastíg 16 í Reykjanesbæ.

Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar gerir ekki athugasemd við úthlutun á viðkomandi endurvigtunarleyfi. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Ósk um umsögn vegna umsóknar um endurvigtunarleyfi

5. Menningarstefna Reykjanesbæjar (2019051729)

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar hefur lagt fram drög að Menningarstefnu Reykjanesbæjar og óskar umsagnar Reykjaneshafnar varðandi þau drög.

Eftirfarandi var lagt fram: Fyrirliggjandi eru drög að menningarstefnu Reykjanesbæjar sem eru til vinnslu hjá menningar- og atvinnuráði Reykjanesbæjar. Stjórn Reykjaneshafnar fagnar framkomnum drögum en telur ástæðu til að benda á mikilvægi hafntengdrar starfsemi í sögu samfélagsins. Að mati stjórnarinnar á þessi merkilega saga sjávarútvegsins að skipa veigamikinn sess í menningarstefnu bæjarins. Stjórn Reykjaneshafnar telur að hægt væri að efla hlut menningartengdrar ferðaþjónustu með því að fræða gesti og gangandi á þessum stöðum um sögu sjávarútvegsins og þeirra útgerða og útvegsbænda sem settu mark sitt á sögu svæðisins. Samþykkt samhljóða.

6. Þjónustu- og gæðastefna Reykjanesbæjar (2021020193)

Bæjarráð Reykjanesbæjar er með til umfjöllunar drög að þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar og óskar umsagnar Reykjaneshafnar varðandi þau drög.

Eftirfarandi var lagt fram: Fyrirliggjandi eru drög að þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar sem eru til umfjöllunar hjá bæjarráði Reykjanesbæjar. Stjórn Reykjaneshafnar fagnar framkomnum drögum og leggur til að þau verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

7. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2021010434)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. mars 2021.