251. fundur

15.04.2021 17:00

251. fundur stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 15. apríl 2021 kl. 17:00 í fundarsal Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Viðstödd: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Ársreikningur Reykjaneshafnar fyrir árið 2020 (2020120143)

Á fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundabúnað mættu frá Grant Thornton endurskoðun ehf. Theodór S Sigurbergsson og Sturla Jónsson löggiltir endurskoðendur Reykjaneshafnar. Ársreikningur Reykjaneshafnar vegna starfsársins 2020 var lagður fram ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðenda hafnarinnar. Helstu niðurstöður rekstrarreiknings er eftirfarandi:

Rekstrartekjur........................................................... kr. 163.853.698.-
Rekstrargjöld............................................................. kr. 155.431.406.-
Hagnaður fyrir afskriftir og vexti.................... kr. 8.422.292.-
Afskriftir mannvirkja og annarra eigna........ kr. -44.366.122.-
Fjármagnsliðir........................................................... kr. -84.564.434.-
Rekstrartap ársins.................................................. kr. -120.508.264.-

Eftirfarandi var lagt fram: Lagt er til að stjórn Reykjaneshafnar samþykkir ársreikninginn og vísi ársreikningum til samþykktar á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Samþykkt samhljóða.

2. Ársyfirlit Reykjaneshafnar fyrir árið 2020 (2021020295)

Ársyfirlit yfir starfsemi Reykjaneshafnar 2020. Lagt fram til kynningar.

3. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar. (2020030194)

a. Verkfundargerð nr. 1 vegna verksins: Grófarhöfn – viðgerð brimvarnar ásamt verksamningi um verkið. Lagt fram til kynningar.

b. Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir í Njarðvíkurhöfn.

4. Fjármál Reykjaneshafnar (2021010430)

a. Hafnarstjóri fór yfir stöðuna í fjármálum hafnarinnar en heimsfaraldurinn COVID 19 hefur haft umtalsverð neikvæð áhrif á tekjur hafnarinnar undanfarið ár eins og sést í nýsamþykktum ársreikningi. Tímabundin þörf á lausafé er að skapast sem mun að öllum líkindum jafnast út er líður á rekstrarárið og þarf að gera ráðstafanir vegna þess. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að óska eftir tímabundinni yfirdráttarheimild til 31. desember n.k. um allt að 20 milljónum króna hjá viðskiptabanka hafnarinnar og felur hafnarstjóra að fylgja málinu eftir. Samþykkt samhljóða.

b. Hafnarstjóri fór yfir þær fjárfestingar sem fyrirhugaðar eru á komandi mánuðum og árum í uppbyggingu í Njarðvíkurhöfn og þá fjárhagslegu þörf sem fylgir þeim framkvæmdum. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar felur hafnarstjóra að koma með tillögur að og undirbúa hvernig fjármögnun verði háttað vegna fyrirhugaðra framkvæmda til skemmri og lengri tíma. Samþykkt samhljóða.

5. Hafnasamband Íslands (2021010431)

a. Fundargerð 433. fundar Hafnasambands Íslands frá 19.03.2021. Lögð fram til kynningar.

b. Ársreikningur Hafnasambands Íslands vegna ársins 2020. Lagður fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 433. fundar stjórnar Hafnasamband Íslands

Hafnasamband Íslands -  ársreikningur

6. Skemmtiferðaskip (2021040138)

Árið 2019 leiddi Markaðsstofa Reykjanes í samstarfi við Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn verkefni sem snéri að því að laða smærri skemmtiferðaskip til Suðurnesja og greina þau markaðstækifæri sem fælist í sérstöðu Suðurnesja gagnvart þeirri ferðamennsku. Til stóð að fylgja verkefninu eftir á árinu 2020 en vegna faraldursins COVID 19 varð ekki af því. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar telur að að nú sé rétti tíminn til að fylgja eftir fyrrnefndu verkefni og felur hafnarstjóra að leita eftir áframhaldandi samstarfi við Reykjanesbæ og Markaðsstofu Reykjaness varðandi framvindu þess. Jafnframt telur stjórnin rétta að Reykjaneshöfn gangi í samtökin Cruise Europe á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs þar um, enda mun það hjálpa til við markaðssetningu Suðurnesja á þeim vettvangi. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Crusie Europe -  member benefits 2021

Umsóknarblað

7. Reykjanesbær (2021040139)

a. Bréf Reykjanesbæjar dags. 18.03.21 með grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Bakkastíg 12 í Reykjanesbæ. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu. Samþykkt samhljóða.

b. Bréf Reykjanesbæjar dags. 07.04.21 þar sem óskað er eftir tilnefningu Stjórnar Reykjaneshafnar á fulltrúa til að sitja í stýrihóp Reykjanesbæjar við gerð rammaskipulags svæðis sem afmarkast af Njarðvíkurhöfn, Sjávargötu og Njarðarbraut. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar tilnefnir Hjört M Guðbjörnsson formann stjórnar til setu í fyrrgreindum stýrihóp við gerð rammaskipulags. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Bréf - Rammaskipulag

Epoxy gólf - Grenndarkynning

Epoxy gólf -  loftmynd

8. Suðurnesjabær (2020090376)

Tölvupóstur frá Suðurnesjabæ dags. 16.03.21 þar sem óskað er umsagnar Reykjaneshafnar um skipulags- og matslýsingu vegna aðalskipulags Suðurnesjabæjar. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar gerir athugasemd við að í meðfylgjandi kortum sem fylgja viðkomandi skipulags- og matslýsingu eru sveitarfélagsmörk ekki rétt á iðnaðarsvæðinu í Helguvík og felur hafnarstjóra að koma þeirri athugasemd á framfæri. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

 Tölvupóstur Suðurnesjabær

Aðalskipulag - Suðurnesjabær

9. Norðurál – Helguvík ehf. (2020080524)

Reykjaneshöfn leigir Norðurál Helguvík ehf. lóðirnar Stakksbraut 1 í Suðurnesjabæ og Stakksbraut 4 í Reykjanesbæ með sérstökum samningum þar um í tengslum við áður fyrirhugaða álversuppbygginu á svæðinu. Norðurál Helguvík ehf. hefur ekki staðið við ákvæði viðkomandi samninga varðandi lóðarleigu ársins 2021 og gerði hafnarstjóri grein fyrir samskiptum sem hafa verið milli aðila. Eftirfarandi var lagt fram: Norðurál Helguvík ehf. leigir af Reykjaneshöfn lóðina Stakksbraut 1 í Suðurnesjabæ og lóðina Stakksbraut 4 í Reykjanesbæ og skal samkvæmt samningum greiða árlega lóðarleigu þeirra í síðasta lagi 31. janúar viðkomandi ár. Í dag er 15. apríl eða 74. dagur frá eindaga greiðslunnar sem hefur enn ekki borist Reykjaneshöfn. Stjórn Reykjaneshafnar harmar að Norðurál Helguvík ehf. skuli ekki virða samningsskyldur sínar með greiðslu lóðarleigu ársins 2021 og felur hafnarstjóra að undirbúa þær ráðstafanir sem til þarf til að gæta hagsmuna hafnarinnar. Samþykkt samhljóða.

10. Klappir Grænar Lausnir hf. (2021040140)

Þjónustusamningur milli Klappa Grænna Lausna hf. og Reykjaneshafnar um notkun Reykjaneshafnar á PortMaster, kerfi Klappa er snýr að umsýslu, greiningu og miðlun umhverfisupplýsinga frá skipum. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi samning. Samþykkt samhljóða.

11. Upplýsingagjöf hafnarstjóra. (2021010434)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. apríl 2021.