255. fundur

23.09.2021 17:00

255. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 23. september 2021 kl. 17:00 í fundarsal Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Viðstödd: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2021010430)

Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta fjármál Reykjaneshafnar.

2. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2022 (2021080536)

Hafnarstjóri kynnti stöðu í vinnslu fjárhagsáætlunar Reykjaneshafnar fyrir árið 2022.

3. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta hafnarmannvirki Reykjaneshafnar og uppbyggingu þeirra. Eftirfarandi var lagt fram: Reykjaneshöfn hefur unnið að því síðustu mánuði að undirbúa endurbætur og stækkun á hafnaraðstöðu Njarðvíkurhafnar með það að leiðarljósi að auka viðleguöryggi innan hafnarinnar og skapa jafnfram aðstæður til aukinnar uppbyggingar á hafntengdri starfsemi á svæðinu. Stefnt er að hefja framkvæmdir á næsta ári og er hafnarstjóra falið að óska eftir heimild Reykjanesbæjar fyrir lántöku Reykjaneshafnar vegna þeirra framkvæmda. Samþykkt samhljóða.

4. Hafnasamband Íslands (2021010431)

Fundargerð 436. fundar Hafnasambands Íslands frá 20.08.21. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 436. fundar Hafnasambands Íslands

5. Hafnafundur 2021 (2021010433)

Hafnafundur 2021 var haldinn 3. september s.l. Vegna þeirra aðstæðna sem upp voru í þjóðfélaginu vegna COVID 19 var um fjarfund að ræða. Hafnarstjóri og stjórnarmenn hafnarinnar sátu fundinn. Á fundinum voru flutt mörg áhugaverð og fróðleg erindi er snertir rekstur og umsýslu hafna.

Fylgigögn:

Dagskrá hafnafundar 2021

6. Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 - vinnslutillaga (2021080537)

Aðalskipulag Reykjanesbæjar er í endurskoðunarferli og hefur verið lögð fram vinnslutillaga í tengslum við þá vinnu. Hafnarstjóri og formaður stjórnar hafnarinnar áttu fund með stýrihópi Reykjanesbæjar um aðalskipulagi og komu þar á framfæri athugasemd Stjórnar Reykjaneshafnar er varðar aðkomu frá þjóðveg að atvinnu- og hafnarstarfsemi við Njarðvíkurhöfn. Eftirfarandi var lagt fram. Stjórn Reykjaneshafnar lýsir ánægju sinni með samskipti og viðbrögð stýrihóps Reykjanesbæjar um aðalskipulag við athugasemd stjórnarinnar varðandi aðkomu að atvinnu- og hafnarstarfsemi við Njarðvíkurhöfn. Er hafnarstjóra falið að senda viðkomandi athugasemd skriflega inn til stýrihópsins í gegnum netfangið skipulag@reykjanesbaer.is. Samþykkt samhljóða.

7. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2021010434)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. október 2021.