258. fundur

09.12.2021 17:00

258. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 9. desember 2021 kl. 17:00 í fundarsal Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ

Viðstödd: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2021010430)

a.  Á 1347. fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 02.12.21 var tekið fyrir minnisblað frá Grant Thornton ehf., endurskoðendum samstæðu Reykjanesbæjar, um niðurfellingu Reykjanesbæjar á skuld Reykjaneshafnar við bæjarsjóð. Bæjarráð samþykkti á fundinum framlagða tillögu um niðurfellingu viðkomandi skuldar. Á 621. fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 07.12.21 var samþykkt bæjarráðs staðfest. Eftirfarandi var lagt fram: Skuld Reykjaneshafnar við bæjarsjóð má m.a. rekja til framkvæmda í Helguvíkurhöfn sem áttu að þjónusta fyrirhugaðri uppbyggingu stóriðju á svæðinu í formi kísilvera og álverksmiðju. Fyrir liggur að ekki verður af þeirri uppbyggingu og þeim tekjum sem höfnin hefði haft af þeirri starfsemi. Forsendur Reykjaneshafnar til greiðslu á skuld hafnarinnar við bæjarsjóð voru því brostnar og óvissa um rekstrarhæfi hafnarinnar. Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að með ákvörðun bæjarráðs og bæjarstjórna er þessari óvissu eytt og búið að tryggja rekstrarhæfi og sjálfbærni Reykjaneshafnar. Samþykkt samhljóða.

b.  Á 251. fundi stjórnar Reykjaneshafnar 15. apríl s.l. var samþykkt að óska eftir 20 milljóna króna yfirdráttarheimild hjá viðskiptabanka hafnarinnar til 31. desember n.k. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að óska eftir því við viðskiptabanka hafnarinnar að núverandi yfirdráttarheimild verði framlengd til 30. júní 2022. Samþykkt samhljóða.

2. Gjaldskrá Reykjaneshafnar 2022 (2021120138)

Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2022. Breytingar frá núverandi gjaldskrá byggjast á þróun á einstökum vísitölum og kostnaðarhækkunum. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá Reykjaneshafnar vegna ársins 2022 og að gjaldskráin taki gildi 01.01.2022. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Gjaldskrá Reykjaneshafnar 2022

3. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála vegna fyrirhugaðra framkvæmda hjá höfninni.

4. Reykjaneshöfn 2030 - Framtíðarsýn (2019110194)

Farið var yfir lokadrög að skýrslunni Reykjaneshöfn 2030 – Framtíðarsýn. Eftirfarandi var lagt fram: Undanfarna mánuði hefur Stjórn Reykjaneshafnar, með aðkomu starfsmanna Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar, unnið að skýrslunni Reykjaneshöfn 2030 – Framtíðarsýn þar sem sett er fram sviðsmynd um starfsemi hafnarinnar árið 2030 gangi eftir nýting og sérhæfing núverandi hafnarmannvirkja ásamt hugmyndum um atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Stjórn Reykjaneshafnar leggur fram þessa skýrslu með von um að lesendur hennar fá þannig sem besta innsýn inn í þá möguleika sem falist geta í starfsemi hafnarinnar á komandi árum. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Reykjaneshöfn 2030 - framtíðarsýn

5. Hafnasamband Íslands (2021010431)

Fundargerð 439. fundar Hafnasambands Íslands frá 12.11.21. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 439. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 12. nóvember 2021

6. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)

Á fundinn mætti Kjartan Eiríksson, einn af forsvarsmönnum „Sprotagarðs Reykjanesklasans“ og kynnti hugmyndir um þróun og uppbyggingu í álvershúsunum í Helguvík. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar fagnar kynntum hugmyndum og telur stjórnin þær falla vel að framtíðarsýn Reykjaneshafnar 2030. Stjórnin vill vinna verkefninu framgang og felur hafnarstjóra að koma þeirri skoðun á framfæri við skiptastjóra þrotabús Norðuráls Helguvíkur ehf. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Sprotagarður í Helguvík - frétt af vf.is

7. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2021010434)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. desember 2021.