260. fundur

24.02.2022 17:00

260. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 24. febrúar 2022 kl. 17:00 í fundarsal Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2021 (2021100313)

Hafnarstjóri fór yfir stöðuna í endurskoðun á ársreikningi Reykjaneshafnar vegna ársins 2021. Einnig fór hann yfir helstur niðurstöðutölur úr drögum að rekstrarreikningi hafnarinnar.

2. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Hafnarstjóri fór yfir ýmislegt sem snýr að mannvirkjum hafnarinnar. Þar fór hann sérstaklega yfir stöðuna í smábátahöfninni í Gróf en hún varð fyrir töluverðum skemmdum í óveðrinu sem geisaði 7. og 8. febrúar s.l. en kostnaður vegna þeirra skemmda liggur ekki fyrir. Einnig kynnti hann sérstaklega óformlega fyrirspurn er varðar Vatnsnesvita og ljósrými hans. Eftirfarandi var lagt fram: Fyrir liggur að skemmdirnar á smábátahöfninni í Gróf eru verulegar og kanna þarf hvort hægt sé fá stuðning úr Hafnabótasjóði á móti þeim kostnaði. Einnig þarf að skoða stöðu Vatnsnesvita og það ljósrými sem hann þarf. Hafnarstjóra er falið að fylgja þessum málum eftir. Samþykkt samhljóða.

3. Hafnasamband Íslands (2021010431)

a. Fundargerð 441. fundar Hafnasambands Íslands frá 21.01.22. Lögð fram til kynningar.

b. Fundargerð 442. fundar Hafnasambands Íslands frá 18.02.22. Lögð fram til kynningar.

c. Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2021. Eftirfarandi var lagt fram: Ársreikningur Hafnasambands Íslands vegna ársins 2021 er í góðu samræmi við viðkomandi fjárhagsáætlun og gerir Stjórn Reykjaneshafnar ekki athugasemdir við hann. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Fundargerð 441. fundar Hafnasambands Íslands 21. janúar 2022
Fundargerð 442. fundar Hafnasambands Íslands 18. febrúar 2022

4. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)

Hafnastjóri fór yfir stöðu Reykjaneshafnar sem kröfuhafa í þrotabúið.

5. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2022010197)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. mars 2022.