330. fundur

06.02.2015 09:57

Fundur nr. 330 haldinn 12. janúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00

Mættir : Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri fjölskyldu- og félagssviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir ritaði fundargerðina.


1. Reglur um liðveislu (2014120107)
Drög að reglum um liðveislu

Sigríður Daníelsdóttir kynnti drög að nýjum reglum um liðveislu fyrir fólk með fötlun.
Drög að reglum samþykkt með breytingum.

2. Lokadrög að reglum um fjárhagsaðstoð (2014120108)
Lokadrög að reglum um fjárhagsaðstoð

Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri Fjölskyldu- og félagssviðs leggur fram lokadrög að reglum um fjárhagsaðstoð.

Drög að reglum samþykkt með breytingum.

3. Fjölskyldustefna Reykjanesbæjar (2015010197)
Fjölskyldustefna Reykjanesbæjar síðast endurskoðuð 2013

Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri fjölskyldu- og félagssviðs gerði grein fyrir endurskoðun fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar sem fer fram á tveggja ára fresti.

Í samræmi við stefnuna er ákveðið að halda dag fjölskyldunnar 7. mars 2015.

4. Umsókn um endurnýjun á starfsleyfi (2013110478)
Umsókn um endurnýjun á starfsleyfi

Laufey Björk Sigfúsdóttir sækir um endurnýjun á starfsleyfi til daggæslu barna í heimahúsi til næstu þriggja ára.

Endurnýjun leyfis er samþykkt að uppfylltum öllum skilyrðum um leyfisveitingar til dagforeldra.

5. Umsókn um endurnýjun á starfsleyfi (2013110477)
Umsókn um endurnýjun á starfsleyfi

Þóra Kristín Sveinsdóttir sækir um endurnýjun á starfsleyfi til daggæslu barna í heimahúsi til næstu þriggja ára.

Endurnýjun leyfis er samþykkt að uppfylltum öllum skilyrðum um leyfisveitingar til dagforeldra

6. Tillögur að gjaldskrá FFR 2015 (2015010201)
Drög að gjaldskrá FFR 2015

Drög að gjaldskrá heimaþjónustu, heimsendingar matar, dagdvalar aldraðra, útgáfa vottorða hjá fjölskyldu- og félagssviði og niðurgreiðsla vegna daggæslu barna í heimahúsi 2015 er samþykkt. 

7. Fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur 2014, samanburður 2013 og 2012 (2014020408)
Yfirlit yfir fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur 2014

Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri fjölskyldu- og félagssviðs fór yfir samantekt á fjárhagsaðstoð og húsaleigubótum milli ára.

8. Mánaðarlegar upplýsingar til FFR  (2014080551)
Upplýsingar um útgjöld fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta auk fjölda erinda fyrir áfrýjunarnefnd FFR

Forstöðumaður stoðdeildar lagði fram eftirfarandi upplýsingar:

a) Greiðslur deildarinnar í desember 2014
Fjárhagsaðstoð kr:  35.209.664
Húsaleigubætur kr: 34.949.423

14 erindi bárust  áfrýjunarnefnd í desember.
11 erindi voru samþykkt  og 3 erindum synjað.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. febrúar 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.