331. fundur

09.02.2015 00:00

331. fundur fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 9. febrúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00

Mættir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri FFR og Bjarney Rós Guðmundsdóttir ritari.


1. Fjölskyldustefna Reykjanesbæjar (2015010197)
Ljúka endurskoðun á fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar

Fjölskyldu- og félagsmálaráð ákveður að taka út kaflann um umönnunargreiðslur til foreldra. Einnig verður breyting á orðalagi um niðurgreiðslur vegna daggæslu í heimahúsi, 16 mánuðir breytast í 9 mánuði.

2. Dagur um málefni fjölskyldunnar 2015 (2015010502)
Drög að dagskrá og upplýsingar um þær tilnefningar sem hafa borist um fjölskylduvæn fyrirtæki.

Rætt um undirbúning dags um málefni fjölskyldunnar sem haldinn verður þann 7. mars nk.

3. Umsókn um endurnýjun á starfsleyfi (2013010854)
Umsókn um endurnýjun á starfsleyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Ragnhildur Ævarsdóttir sækir um endurnýjun á starfsleyfi til daggæslu barna í heimahúsi til næstu þriggja ára.

Endurnýjun leyfis er samþykkt að uppfylltum öllum skilyrðum um leyfisveitingar til dagforeldra.

4. Fyrirspurn vegna niðurgreiðslna til dagforeldra.  (2015020097)
Óskað eftir er umræðu um reglur varðandi niðurgreiðslu til dagforeldra

Í reglum um niðurgreiðslu vegna daggæslu barna í heimahúsi er skilyrði fyrir því að foreldrar hafi lokið hámarks fæðingarorlofi.

Fjölskyldu- og félagsmálaráð leggur til að tengsl við fæðingarorlofsgreiðslur, þegar kemur að niðurgreiðslu vegna daggæslu barna, verði felld niður.

5. Nýsköpunarverkefni sveitarfélaga (2015020102)
Upplýsingar um gagnabanka um nýsköpunar- og þróunarverkefni sveitarfélaga.

Gagnabanki um nýsköpunar- og þróunarverkefni kynntur fyrir Fjölskyldu- og félagsmálaráði.

6. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks (2014120107)
Beiðni um undanþágu frá reglum

Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður Ráðgjafardeildar gerir grein fyrir beiðnum um undanþágu frá reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks.  Fjölskyldu- og félagsmálaráð felur Sigríði að leggja fyrir næsta fund nánari útfærslu á undanþáguákvæðum á ofangreindum reglum.

7. Námskeið fyrir fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga (2015010174)
Námskeið sem samband íslenskra sveitarfélaga fyrirhugar 18. febrúar 2015

Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri fjölskyldu- og félagssviðs kynnir námskeið fyrir fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmenn sem fyrirhugað er að halda 18. febrúar nk.

8. Tölfræði FFR (2015010174)
Upplýsingar um stöðu einstakra málaflokka

Forstöðumaður stoðdeildar lagði fram eftirfarandi upplýsingar:

a) Greiðslur deildarinnar í janúar 2015
Fjárhagsaðstoð kr: 18.688.770
Húsaleigubætur kr: 33.175.012

8 erindi bárust áfrýjunarnefnd í janúar.
6 erindi voru samþykkt  og 2 erindum synjað.

9. Önnur mál  (2015010174)
Fjölskyldu- og félagsmálaráð þakkar starfshópi um húsnæðismál Hæfingarstöðvarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. febrúar 2015.
Bæjarstjórn samþykkir að málinu verði vísað til bæjarráðs um reglur varðandi niðurgreiðslur til dagforeldra.  Fundargerðin samþykkt 11-0.