339. fundur

16.12.2015 11:00

339. fundur Velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 14. desember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 14:00.

Mættir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir fundarritari.

1. Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2016 (2015120144)

Samtök um kvennaathvarf óskar eftir styrk fyrir komandi starfsár að fjárhæð kr. 400.000,-

Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.

2. Reglur um félagslega heimaþjónustu  (2015050102)
Tillögur að breytingum á reglum um félagslega heimaþjónustu í Reykjanesbæ

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs fer yfir tillögur að breytingum á reglum um félagslega heimaþjónustu í Reykjanesbæ.

Velferðarráð samþykkir tillögur að breytingum á reglum um félagslega heimaþjónustu.

3. Rammi fjárhagsáætlunar 2016 (2015070183)
Undirbúningur vegna fjárhagsáætlunar 2016

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fer yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Velferðarráð leggur til að Björgin - geðræktarmiðstöð Suðurnesja verði skilgreind sem hæfingar- og endurhæfingarstöð skv. lögum um málefni fatlaðra og verði þar með lögbundin þjónusta á geðheilbrigðissviði. Jafnframt vill ráðið leggja áherslu á að leita eftir stuðningi við rekstur starfseminnar hjá ríki og félagasamtökum.

4. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur í nóvember 2015 (2015030359)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í nóvember og bar saman við sama mánuð árið 2014.

Fjárhagsaðstoð

Í nóvember 2015 var greitt til framfærslu kr.11.941.921,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 112.
Árið 2014 var í sama mánuði greitt kr. 19.875.022,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga var 185.

Húsaleigubætur

Í nóvember 2015 var greitt kr. 35.794.551 ,- í húsaleigubætur, Árið 2014 var greitt í sama mánuði kr. 33.049.765,- í húsaleigubætur.

Áfrýjunarnefnd

Í nóvember voru 12 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd,  5 erindi samþykkt/staðfest, 6 erindum synjað og 1 erindi frestað.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. janúar 2016.