342, fundur

06.04.2016 16:02

342. fundur Velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 6. apríl 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 14:00.

Mættir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Baldur Rafn Sigurðsson varamaður, Kristín Gyða Njálsdóttir varamaður, Birgitta Jónsdóttir Klasen varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir fundarritari.


1. Fjárhagsáætlun Velferðarsviðs 2016 (2015070183)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fer yfir stöðu fjárhagsáætlunar Velferðarsviðs 2016.  Velferðarráð ræðir um stöðu einstakra málaflokka og vægi þeirra í þjónustu við íbúa.


2. Hagstofuskýrsla 2015 (2016040060)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fer yfir hagstofuskýrslu 2015.


3. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur í janúar og febrúar 2016 (2016040059)
Farið yfir stöðu fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta

Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri Virkniteymis, fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í janúar og febrúar 2016 og bar saman við sömu mánuði árið 2015.

Fjárhagsaðstoð

Í janúar 2016 var greitt til framfærslu kr. 12.960.157,- Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 116. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 19.710.118,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 182.

Í febrúar 2016 var greitt til framfærslu kr. 14.705.026,- Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 128. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 18.854.075 til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 183.

Húsaleigubætur

Í janúar 2016 var greitt kr. 27.506.221,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 31.230.417,- í húsaleigubætur.

Í febrúar 2016 var greitt kr. 30.383.838,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 33.604.709,- í húsaleigubætur.

Áfrýjunarnefnd

Í janúar 2016 voru 33 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 25 erindi samþykkt/staðfest, 2 erindi samþykkt að hluta, 3 erindum synjað og 3 erindum frestað.

Í febrúar 2016 voru 11 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd,  7 erindi samþykkt/staðfest og 4 erindum synjað.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. apríl 2016.