347. fundur

11.11.2016 00:00

347. fundur Velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11.11.2016 kl. 8:15.

Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.

1. Fjárhagsáætlun 2017 (2016070185)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs greinir frá breytingum á drögum að fjárhagsáætlun 2017.

2. Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2017 (2016100251)
Lögð er fram beiðni Stígamóta um samstarf við sveitarstjórnir landsins um rekstur Stígamóta.
Samkvæmt fjárhagsáætlun Stígamóta fyrir árið 2017 er áætlað að rekstrarkostnaður verði 121 milljón krónur og vantar samtals 14 milljónir króna til að loka fjárhagáætlun ársins. Stígamót bjóða upp á viðtalsþjónustu og netspjall, umfangsmikið starf í sjálfshjálparhópum fyrir bæði konur og karla, fræðslustarf og fleira. Öll þjónusta Stígamóta við brotaþola er honum að kostnaðarlausu.
Velferðarráð getur því miður ekki orðið við erindinu að sinni.

3. Útboð akstursþjónustu fatlaðs fólks (2016110120)
Búið er að bjóða út akstursþjónustu fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ og bárust tvö tilboð í þjónustuna, annað frá Hópbílum ehf. og hitt frá Ferðaþjónustu Reykjaness ehf.
Tilboðin voru opnuð 8. nóvember hjá ríkiskaupum og hafa verið yfirfarin. Í gær, 10. nóvember, var valá tilboði tilkynnt og hagkvæmasta tilboðið valið en það er frá Ferðaþjónustu Reykjaness ehf. Óheimilt er að gera samning, í kjölfar ákvörðunar um val tilboðs, fyrr en að liðnum 10 daga biðtíma eftir að tilkynning um val tilboðs telst birt. Biðtími hefst 11.11.2016 og lýkur 21.11.2016. Verði ákvörðun þessi ekki kærð og útboðið stöðvað er heimilt að ganga til samninga við Ferðaþjónustu Reykjaness ehf. frá
og með 22.11.2016 um 5 ára samning.

4. Félagslegt leiguhúsnæði (2016050139)
Hera Ósk Einarsdóttir fór yfir stöðu umsókna um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjanesbæ.
Alls hafa borist 57 umsóknir um félagslegt húsnæði á fyrstu 10 mánuðum 2016 sem er aukning um 58% frá árinu á undan. Þann 30. september 2016 voru endursendar 72 umsóknir til umsækjenda sem voru útrunnar (eldri en 12 mánaða) og af þeim höfðu 12 endurnýjað umsóknir sínar fyrir lok október.
Fyrir liggja 74 umsóknir um félagslegt húsnæði 31.október 2016.
- 46 umsækjendur eru einhleypir
- 20 umsækjendur einstæðir foreldrar
- 8 umsækjendur hjón
Á framfæri umsækjenda eru 45 börn.

5. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur í október 2016 (2016040059)
Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri Virkniteymis, fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í október 2016 og bar saman við sama mánuð árið 2015.
Fjárhagsaðstoð
Í október 2016 var greitt til framfærslu kr. 11.214.404,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 92. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 12.889.923,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 120.
Húsaleigubætur
Í október 2016 var greitt kr. 30.072.763,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 33.076.234,- í húsaleigubætur.
Áfrýjunarnefnd
Í október 2016 voru 13 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 10 erindi samþykkt/staðfest, 2 erindum synjað.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. janúar 2017.