349. fundur

30.01.2017 00:00

349. fundur Velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 30.01.2017 kl. 13:15.

Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.

1. Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning (2016090329)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fer yfir drög að reglum Velferðarsviðs Reykjanesbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning.
Velferðarráð frestar afgreiðslu þar til tölulegar upplýsingar frá greiðslustofu húsnæðisbóta liggja fyrir. Jafnframt er lagt til að sérstakur húsnæðisstuðningur í janúar verði afgreiddur samkvæmt núgildandi reglum um sérstakar húsaleigubætur.

2. Tillaga að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð (2017010329)
Bjarney Rós Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, fer yfir tillögur að breytingum á reglum Velferðarsviðs Reykjanesbæjar um fjárhagsaðstoð. Breytingarnar eru lagðar til vegna breytinga á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 og reglna Velferðarsviðs um sérstakan húsnæðisstuðning.
Velferðarráð frestar afgreiðslu á breytingum sem lúta að sérstökum húsaleigubótum en staðfestir að öðru leyti breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð.

3. Drög að fjölmenningarstefnu Reykjanesbæjar (2014010845)
Lagt fram til kynningar.
Velferðarráð óskar eftir umsögnum annarra fagnefnda Reykjanesbæjar á drögum að fjölmenningarstefnu Reykjanesbæjar.
Velferðarráð vill koma á framfæri þökkum til fjölmenningarhópsins fyrir vel unnin störf. Í honum sitja Anna María Cornette (STJÓR), Freydís Aðalsteinsdóttir (VEL), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (FRÆ), Sigurlaug Arna Sævarsdóttir (USK), Svanhildur Eiríksdóttir (STJÓR), Iðunn Ingólfsdóttir (VEL) og Hafþór Birgisson (FRÆ).

4. Mælaborð Velferðarsviðs júlí – desember 2016 (2017010356)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fer yfir lykiltölur Velferðarsviðs Reykjanesbæjar júlí – desember í Mælaborði 2016.

5. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur í desember 2016 (2016040059)
Bjarney Rós Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í desember 2016 og bar saman við sama mánuð árið 2015.
Fjárhagsaðstoð
Í desember 2016 var greitt til framfærslu kr. 9.780.579,- Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 87. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 15.474.191,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 131. Á milli nóvember og desember var talsverð fækkun umsækjenda milli mánaða en 23 einstaklingar/fjölskyldur sem þáðu framfærslustyrk í nóvember endurnýjuðu ekki umsókn sína, 10 nýjar umsóknir samþykktar á móti.
Húsaleigubætur
Í desember 2016 var greitt kr. 29.611.436,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 33.420.933,- í húsaleigubætur.
Áfrýjunarnefnd
Í desember 2016 voru 7 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, þau voru öll erindi samþykkt/staðfest.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. febrúar 2017.