357. fundur

27.11.2017 00:00

357. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 27.11.2017 kl. 14:00.

Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Kristín Njálsdóttir varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.

1. Drög að breytingum á reglum um húsnæðismál (2017010329)
Framhaldi af 3. máli 356. fundar velferðarráðs Reykjanesbæjar þar sem lagt var fram til kynningar drög að breytingum á reglum um húsnæðismál.
Velferðarráð samþykkir drög að breytingum.

2. Félagslegt leiguhúsnæði (2016050139)
Farið yfir stöðu á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjanesbæ.
- Það eru 98 umsóknir á biðlista eftir almennum íbúðum.
- Það eru 67 umsóknir á biðlista eftir íbúðum aldraðra.

3. Umsókn Keilis um stofnstyrk til byggingar nemendaíbúða (2017100005)
Velferðarráð leggur til að umsókn um stofnstyrk verði samþykkt þegar fyrirliggur samþykki Keilis um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar.

4. Mælaborð 2017 (2017010356)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fer yfir lykiltölur velferðarsviðs Reykjanesbæjar í október Mælaborði 2017.

5. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og sérstakan húsnæðisstuðning í október 2017 (2017030442)
Frestað

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. desember 2017.