360. fundur

22.02.2018 00:00

360. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22. febrúar 2018 kl. 8:15.

Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Kristín Gyða Njálsdóttir varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.

1. Hagstofuskýrsla félagsþjónustu 2017 (2018020243)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, kynnir samantekt á hagstofuskýrslu félagsþjónustu fyrir árið 2017.

2. Erindisbréf Samtakahópsins (2018020245)
Lagt fram til kynningar.
Velferðarráð óskar eftir að fundargerðir Samtakahópsins verði lagðar fram til kynningar fyrir ráðið.

3. Drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð (2017010329)
Bjarney Rós Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, leggur fram drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð.
Breytingarnar fela í sér að upphæð heimilisuppbótar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega Tryggingastofnunar ríkisins verði aftengd útreikningi á fjárhagsaðstoð til þeirra einstaklinga sem ekki bera kostnað vegna húsnæðis eða deila húsnæði með öðrum. Þess í stað verður greitt hlutfall af grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar.
Velferðarráð samþykkir drögin.

4. Mælaborð 2018 (2018020247)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fer yfir lykiltölur sviðsins á árinu 2017.

5. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og sérstakan húsnæðisstuðning (2018020246)
Frestað.

6. Önnur mál
Almenn umræða um þjónustu við fatlaða og langveika einstaklinga inni á heimilum og hlutverk velferðarsviðs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. mars 2018.