362. fundur

09.05.2018 00:00

362. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9. maí 2018 kl. 13:30.

Viðstaddir: Sólmundur Friðriksson varaformaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.

1. Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd (2018040197)
Á 361. fundi velferðarráðs, sem haldinn var 17. apríl sl., óskaði ráðið eftir að fulltrúar frá Útlendingastofnun myndu mæta á næsta fund ráðsins.
Þorsteinn Gunnarsson og Davíð Jón Kristjánsson frá Útlendingastofnun mættu á fundinn og þakkar ráðið fyrir komu þeirra.
Ráðið felur Heru Ósk Einarsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, að svara erindi Útlendingastofnunar.

2. Ársfundur Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum (2018040202)
Lagt fram til kynningar.

3. Fjölmenningardagurinn (2014040071)
Dagskrá Fjölmenningardagsins í Reykjanesbæ, sem haldinn verður þann 12. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

4. Fundargerðir samtakahópsins (2018020349)
Fundargerðir samtakahópsins frá 5. og 26. apríl lagðar fram til kynningar.

5. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja (2018010210)
Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja frá 23. apríl sl. lögð fram til kynningar.

6. Fundargerð úthlutunarhóps velferðarráðs (2018010366)
Fundargerð úthlutunarhóps velferðarráðs 25. apríl sl. lögð fram til kynningar.

7. Nýsamþykkt lög um félagslega þjónustu (2018050109)
Lög um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 41/1991, með síðari breytingum og Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir hafa nýlega verið samþykkt á Alþingi og taka gildi 1. október nk.
Velferðarráð ræðir umræddar breytingar og áhrif þeirra á þjónustu sveitarfélagsins.

8. Stefnumótun í öldrunarþjónustu (2017090256)
Drög að skýrslu um stefnumótun í öldrunarþjónustu lögð fram til kynningar.

9. Snemmtæk íhlutun (2018050108)
Máli frestað.

10. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2018020247)
Farið yfir lykiltölur sviðsins.

Fjárhagsaðstoð
Í apríl 2018 var greitt til framfærslu kr. 9.878.297,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 82. Árið 2017 var í sama mánuði greitt kr. 9.951.678,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 81.

Milli mars og apríl 2018 voru 13 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 17 nýjar umsóknir samþykktar á móti.

Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í apríl 2018 var greitt kr. 1.840.485,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 148.

Áfrýjunarnefnd
Í apríl 2018 voru 14 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd. 13 erindi samþykkt/staðfest, 1 erindi frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. maí 2018.