369. fundur

12.12.2018 00:00

369. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Skólavegi 1 þann 12. desember 2018 kl. 14:00.

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Heimsókn í Hæfingarstöðina (2018120094)
Fulltrúar í velferðarráði heimsóttu Hæfingarstöðina þar sem Jón Kristinn Pétursson forstöðumaður sýndi aðstöðuna og sagði frá starfseminni.

2. Öryggismál starfsmanna velferðarsviðs (2018110119)
Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mætti á fundinn og kynnti stöðuna varðandi öryggismál starfsmanna.

3. Tilnefningar í öldungaráð Reykjanesbæjar (2018120095)
Samkvæmt breytingu á 2. mgr. 38 gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tók gildi 1. október sl. skal starfa öldungaráð í hverju sveitarfélagi þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Í öldungaráði skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur tilnefnt Þórdísi Elínu Kristinsdóttur, Díönu Hilmarsdóttur og Rúnar V. Arnarsson í öldungaráð fyrir hönd sveitarfélagsins.

Velferðarráð óskar eftir tilnefningum frá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í öldungaráð Reykjanesbæjar.

4. Styrkur velferðarráðuneytis til notendaráðs málefna fatlaðra (2018120096)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sagði frá styrk að upphæð 650 þúsund kr. sem velferðarráðuneytið veitti til að styðja við starfsemi notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.

5. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 3. desember 2018 (2018010210)
Fundargerðin lögð fram.
Velferðarráð hvetur til þess að kallað verði eftir stefnu frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um starfsemi stofnunarinnar.

6. Fundargerð samtakahópsins 6. desember 2018 (2018020349)
Fundargerðin lögð fram.

7. Mælaborð velferðarsviðs og tölulegar upplýsingar (2018020247)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir lykiltölur sviðsins.

Fjárhagsaðstoð
Í október 2018 voru 83 einstaklingar sem fengu greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls var greitt kr. 10.099.091,-. Í sama mánuði 2017 voru 75 einstaklingar sem fengu greiddan framfærslustyrk kr. 8.834.358,-.
Það var fjölgun um 5 einstaklinga milli september og október. Við nánari greiningu kemur í ljós að 14 einstaklingar endurnýjuðu ekki umsókn sína í október, 19 umsóknir samþykktar á móti.
Af þeim 83 einstaklingum sem fengu greiddan framfærslustyrk í október voru 44 konur og 39 karlmenn og voru 22 einstaklingar skráðir með börn á framfæri, alls 40 börn.
Í nóvember 2018 voru 77 einstaklingar sem fengu greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls var greitt kr. 8.857.489,-. Í sama mánuði 2017 voru 75 einstaklingar sem fengu greiddan framfærslustyrk kr. 9.989.605,-.
Það var fækkun um 6 einstaklinga milli október og nóvember. Við nánari greiningu kemur í ljós að 17 einstaklingar endurnýjuðu ekki umsókn sína í október, 11 umsóknir samþykktar á móti.
Af þeim 77 einstaklingum sem fengu greiddan framfærslustyrk í október voru 41 kona og 36 karlmenn og voru 20 einstaklingar skráðir með börn á framfæri, alls 38 börn.

Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í október 2018 var greitt kr. 2.040.785,- í sérstakan húsnæðisstuðning til 169 einstaklinga/fjölskyldna.
Á sama tíma 2017 fengu 128 einstaklingar/fjölskyldur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning.
Í nóvember 2018 var greitt kr. 1.962.177,- í sérstakan húsnæðisstuðning til 164 einstaklinga/fjölskyldna. Á sama tíma 2017 fengu 126 einstaklingar/fjölskyldur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning.

Áfrýjunarnefnd
Í október 2018 voru 5 erindi til afgreiðslu áfrýjunarnefndar. 4 erindi samþykkt/staðfest og 1 erindi frestað.
Í nóvember 2018 voru 8 erindi til afgreiðslu áfrýjunarnefndar. 7 erindi samþykkt/staðfest og 1 erindi synjað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. desember 2018.