377. fundur

26.06.2019 14:00

377. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. júní 2019, kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Neyðarsjóður - erindi frá Fjölskylduhjálp Íslands (2019051283)

Velferðarráð Reykjanesbæjar heimsótti aðsetur Fjölskylduhjálpar Íslands að Baldursgötu 14 í upphafi fundar. Á móti ráðinu tók Anna Valdís Jónsdóttir varaformaður Fjölskyldu-hjálparinnar og umsjónarmaður í Reykjanesbæ, hún sagði frá starfseminni. Fram kom í máli hennar m.a. að til þeirra sækja um 270- 300 um matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni í Reykjanesbæ í hverjum mánuði. Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu.

2. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar, endurskoðun (2019050790)

Lögð fram til kynningar jafnréttisáætlun með breytingum.

3. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2019050519)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs þann 4. júlí 2019.