Barnaverndarnefnd

Yfirfarið: 3. mars 2021

Barnaverndarnefnd starfar samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 í málum sem varða ráðstafanir gagnvart börnum og forsjáraðilum þeirra. Barnaverndarnefnd veitir umsagnir um forsjár- og ættleiðingarmál þegar þess er óskað af hlutaðeigandi aðilum. Mál eru lögð fyrir barnaverndarnefnd þegar ekki næst viðunandi árangur eða samkomulag við foreldra/forráðamenn að mati starfsmanna og er það í hendi nefndarinnar að taka ákvarðanir og úrskurða í meiriháttar barnaverndarmálum. Starfsmenn barnaverndarnefndar starfa í umboði nefndarinnar skv. reglum þar um.

Starfsmenn barnaverndar sjá um framkvæmd þjónustunnar skv. reglum um könnun og meðferð mála og framsal valds til starfsmanna barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar.

Barnavernd fundar fjórða mánudag í mánuði klukkan 8:15 og má nálgast afgreiðslur ráðsins í fundargerðum..

Fulltrúar í barnaverndarnefnd

Halldór Rósmundur Guðjónsson formaður (Y) 
Davíð Brár Unnarsson (M) 
Díana Hilmarsdóttir (B) 
Sigurrós Antonsdóttir (S)
Þuríður Berglind Ægisdóttir (D)

Fundargerðir barnaverndarnefndar