Í málefnasamningi milli Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ kjörtímabilið 2018-2022 er kveðið á um stofnun þriggja nýrra nefnda. Markaðs-, atvinnu- og ferðamálanefnd er ein þeirra og var skipan nefndarmanna samþykkt á bæjarstjórnarfund 4. september 2018.  Nefndin hefur forgöngu um að laða að fyrirtæki og skoða möguleika í ferðaþjónustu og vinna að stefnumótun í ferðaþjónustu og framtíðarmöguleikum.

Netfang Markaðs-, atvinnu- og ferðamálanefndar er Maf-nefnd@Reykjanesbaer.is

Fulltrúar í markaðs-, atvinnu- og ferðamálanefnd

Arnar Páll Guðmundsson (Á)
Bjarni Stefánsson (S)
Eydís Hentze Pétursdóttir (S)
Ríkharður Ibsensson (D)
Trausti Arngrímsson (B)