Fjármálasvið

Meginhlutverk fjármálasviðs er:

  • Að fara með fjármálastjórn bæjarsjóðs og stofnana hans
  • Að safna, vinna og dreifa upplýsingum fyrir stofnanir bæjarins, bæjarfulltrúa og bæjarbúa, þ.e. að vera samræmingaraðili milli nefndarkerfisins og embættismannakerfisins

Helstu verkefni fjármálasviðs eru:

  • Að hafa eftirlit með tekjum og útgjöldum bæjarsjóðs
  • Að hafa umsjón með lána- og sjóðastýringu en einnig að leita leiða til að bæta verklag og auka hagræði í rekstri
  • Að hafa yfirumsjón með og stýra vinnu við fjárhagsáætlanagerð
  • Að sinna kostnaðargreiningu og eftirfylgni við fjárhagsáætlun og frávikagreiningu vegna hennar
  • Að veita ráðum og nefndum fjármálaráðgjöf, -greiningar og -upplýsingar varðandi þau mál sem eru til meðferðar hverju sinni
  • Að veita fjármála- og rekstrarráðgjöf og –þjónustu til stofnana bæjarins
  • Að hafa yfirumsjón með fjárreiðum, greiðslu reikninga og innheimtu, álagningastofni fasteignagjalda og álagningu þeirra
  • Að halda utan um íbúaskrár og spár um íbúa- og hagþróun í bæjarfélaginu
  • Að stýra, samræma og hagræða í innkaupum bæjarins