Fræðslusvið

Hlutverk fræðslusviðs Reykjanesbæjar:

  • Fræðslusvið annast stjórnsýslu, rekstur og þjónustu vegna uppeldis- og menntamála bæjarfélagsins. Fræðslustjóri er forstöðumaður fræðsluskrifstofu.
  • Fræðslusvið hefur umsjón með rekstri, áætlunargerð og sérfræðiþjónustu fyrir leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
  • Fræðslusvið veitir leik- og grunnskólum sérfræðiþjónustu í samræmi við reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga og er lögð áhersla á að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.
  • Fræðslusvið hefur umsjón með daggæslu í heimahúsum samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
  • Fræðslusvið hefur umsjón með rekstri íþróttamannvirkja í bæjarfélaginu.
  • Fræðslusvið annast rekstur félagsmiðstöðva og hefur umsjón með forvarnarstarfi fyrir börn og unglinga.
  • Fræðslusvið annast samskipti og hefur umsjón með samningum við íþrótta- og tómstundafélög bæjarfélagsins.

Stjórnskipulag Reykjanesbæjar