Súlan - verkefnastofa

Súlan er verkefnastofa hefur umsjón með atvinnuþróun, ferðamálum, markaðsmálum og menningarmálum. Þar heyra undir Hljómahöllin, Rokksafn Íslands, Bókasafn Reykjanesbæjar, Listasafn Reykjanesbæjar, Byggðasafn Reykjanesbæjar og menningarfulltrúi.
 
Hlutverk : Markmið Súlunnar verkefnastofu er að hafa forystu um þróun vinnubragða þegar kemur að aðferðafræði verkefnastjórnunar, auka viðskipta- og atvinnumöguleika bæjarins, leggja áherslu á þau tækifæri sem finna má í ferðamálum, skapa jákvæða markaðssetningu og veita auðvelt aðgengi að upplýsingum bæjarins. Hlutverk Súlunnar verkefnastofu er einnig að endurspegla Reykjanesbæ og Reykjanes sem áhugaverðan og spennandi áfangastað með fjölbreyttu menningarlífi og ægifagri náttúru. Menningarmál falla undir Súluna verkefnastofu og er samþætt að hluta við markaðs- og kynningarmál, ferðamál og atvinnuþróun. Deildir Súlunnar vinna þvert á öll svið bæjarins og veita miðlæga þjónustu.
 
Súlan verkefnastofa hefur aðsetur í fallegu húsi Gömlu búðar sem staðsett er á Duusgötu
 

Stjórnskipulag Reykjanesbæjar