Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar og nýtt deiliskipulag vegna fiskeldis á Reykjanesi

Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar og nýtt deiliskipulag vegna fiskeldis á Reykjanesi
Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar og nýtt deiliskipulag vegna fiskeldis á Reykjanesi.
 
Kynnt er Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2015-2030 – breyting. Deiliskipulag vegna fiskeldis á Reykjanesi. Stækkun iðnaðarsvæðis I5a – fiskeldi. Skipulags- og matslýsing.
Áform eru um uppbyggingu nýrrar fiskeldisstöðvar á svæðinu vestan við Reykjanesvirkjun í Auðlindagarði HS Orku, sem nýtt getur affallsstrauma orkuversins og hagstæðar aðstæður innan Auðlindagarðsins, nánar tiltekið aðgengi að rafmagni, jarðhita og ylsjó sem rennur nú að hluta ónýttur til sjávar.
 
Umfang fyrirhugaðs fiskeldisins eru áætlað allt að 40.000 tonna framleiðsla á ári og að landþörf starfseminnar sé um 20 ha. Áætlað byggingarmagn er um 21.000 m2 fyrir fiskeldisstöð auk fiskeldiskerja. Um er að ræða framkvæmdir sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Umsagnarfrestur er til 27. september
 
Skriflegar athugasemdir berist skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ. Að öðrum kosti má senda athugasemdir með tölvupósti á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is Nánari upplýsingar um málið eru veittar á skrifstofu skipulagsfulltrúa Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ.
 
Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar
10. september 2021