Breytingar á deiliskipulagi Nesvalla
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Nesvalla:
 
Breytingin felst í að byggingarreitur syðst á lóðinni Njarðarvellir 6 stækkar og heimilt verði að reisa þar allt að fjögurra hæða hús með bílageymslu, sem hafi aðkomu frá Njarðarvöllum og Stapavöllum í samræmi við uppdrátt THG arkitekta dagsett 16.11.2020.
 
Tillögurnar eru til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 11. desember 2020 til 30. janúar 2021. 
 
 
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. janúar 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangiðgunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is
 
Skipulagsfulltrúi
Reykjanesbæ, 8. desember 2020