Deiliskipulag á Hafnargötu, Klapparstíg og Tjarnargötu

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 15. desember 2020 tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulagsbreyting. Tillaga að breyting á deiliskipulagi Hafnargötu 22-28, Klapparstíg 3-5 og Tjarnargötu 2 Reykjanesbæ:


Breyting á deiliskipulagi fyrir svæði-A gamli bærinn í Reykjanesbæ. Tillagan kemur til móts við breyttar áherslur og hugmyndir bæjarbúa um uppbyggingu miðbæjarsvæða. Áhersla er lögð á að styrkja stöðu eldri húsa á reitnum og setja þau í lifandi samhengi, jafnvel andstæðu, við vel hannaðar nýbyggingar, búa til skjólgott, sólríkt torg inni á miðjum reitnum, í góðum tengslum við umhverfið, efla blandaða verslun og markaði, minnka vægi skemmtistaða en bæta aðstöðu til viðburða, halda sögu poppmenningar á svæðinu til haga, efla íbúðarhúsnæði og atvinnustarfsemi. í breytingunni felst heimild til nýbygginga á reitnum, aukin áhersla á varðveislu eldri húsa og að viðhalda minnum um hús sem hverfa, auk þess að efla almannasvæði með gerð torgs í tengslum við götur í kring.

 

Breyting á deiliskipulagi


Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 30. desember til 16. febrúar 2021. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. febrúar 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Það er einnig hægt að senda athugasemdir á netfang skipulagsfulltrúa gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is