Deiliskipulag við Flugvelli / Iðuvelli

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flugvalla í Reykjanesbæ.


Breytingin felur í sér að skipulagsmörk stækka þannig að skiplagið nær yfir Flugvallarveg 50 og 52.  Flugvallarvegur fellur út og lóðin Flugvallarvegur 50 verður Flugvellir 2a stærð lóðar var 1861m² en verður nú 2596m² og með með nýtingarhlutfallið 0,3. Flugvallarvegur 52 verður Flugvellir 1a. Stærð lóðar var 8620m² en verður nú 13802m² með nýtingarhlutfallið 0,2. 

Breytt deiliskipulag

Tillögurnar eru til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 12. nóvember 2020 til 31. desember 2020. 


Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. desember 2020. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið  gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is

.