Deiliskipulagsbreyting Hafnargata 12

Breytingarnar eru þær að bílastæði á lóð verða staðsett ofanjarðar í stað bílakjallara. Bílastæðafjöldi á íbúð með tveimur svefnherbergjum verður 1.5 í stað 1.4 og íbúð með einu svefnherbergi verður 1 í stað 1.4. Innkeyrsla lóðar er frá Norðfjörðsgötu í stað Hafnargötu (í samræmi við umferðagreiningu unnin af VSÓ ráðgjöf ehf. dags. 27. september 2018). Lóðarveggur við lóðarmörk Hafnargötu má vera að hámarki 1.1m hár frá gólfkóta fyrstu hæðar, lóðarveggur við Aðalgötu má vera að hámarki 1.1m hár frá kóta nærliggjandi lóðar. Gera verður uppbrot við vegg í samræmi við línu lóðarveggs í uppdrætti. Minniháttar frávik uppbrots er heimil með samþykki skipulagshönnuða, án breytingar á deiliskipulagi.

Deiliskipulagsbreyting Hafnargata 12 Breyting á deiliskipulagi

 

Tillögur verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 8. júlí til 31. ágúst 2021. Tillögur eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar: www.reykjanesbaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. ágúst 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Eða á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is