Deiliskipulagstillaga fyrir Grænásbraut 501

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst deiliskipulagstillaga fyrir Grænásbraut 501.

Deiliskipulagstillagan er um 6600m2 stækkun á núverandi byggingu sem er um 4700 m2. Á lóðinni verða þrír byggingarreitir. Settir eru skilmálar um vegghæðir og uppbrot byggingarhliðar við Ferjutröð. Heildarbyggingarmagn verði um 11.321 m2 en lóðin er 2,8ha.

Deiliskipulagstillaga fyrir Grænásbraut 501

Tillagan er til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 27. janúar 2021 til 16. mars 2021.  Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16. mars 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is